Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 174
JOAN W. SCOTT
hægri- eða vinstrisinn\im srnðlar hún að lokuðu viðhorfi; shk siðfræði er
íhaldssöm bæði pólitískt og hvað aðferðir snertir, hvort sem hún setur
fram skáldlega sýn á baráttu kvenna eða verkamanna eða fljTur harmljóð
um einstakan hetjuskap þjóðarleiðtoga. Siðfræði gagnrýninnar er aftur á
móti fólgin í stuðningi hennar við sagnfræði bins óákvarðaða. Gagnrýn-
endur hennar varpa gagnrýni af þessum toga fýrir róða og kenna hana við
einbera neikvæðni (póststrúktúralistar eru iðulega fordæmdir fyrir að vera
níhilistar) vegna þess að hún læmr hjá líða að setja ffarn skýrt skipulag eða
áætlun um hvað eigi að gerast næst. Málsvarar gagnrýni vilja á hinn bóg-
inn Hta svo á að gildi hennar felist einmitt í þessu atriði. Kant hélt uppi
vörnum fýrir gagnrýni á þeim forsendum að „hrein neikvæðni“ væri nyt-
samleg sem aðferð til að skýra skynsemina og halda henni frá \dllu. Til-
gangur hennar, skrifaði hann, „er ekki að víkka þekkinguna út, heldm ein-
vörðungu að leiðrétta hana og láta í té prófstein á gildi, eða skort á gildi,
allrar fýrirframþekkingar.“32 Þó að gagnrýnendur Kants hafi hafhað hug-
myndinni um endanlega heild þekkingarinnar, féllust þeir á að gagnrýni
hefði notagildi neikvæðisins vegna. Marx, sem kallaði eftir „vægðarlausri
gagnrýni á allt sem til er“ (1843), fagnaði þeirri hugmynd að umbótasinn-
ar ætm ekki að hafa skýra hugmynd um það hvernig framtíðin ætti að
vera.
I þessu er einmitt kosmrinn við hina nýju strauma fólginn: að
við reynum ekki á kreddukenndan hátt að gera okkur mynd af
framtíðinni, heldur leimm við nýja heimsins með því einu að
gagnrýna þann gamla ...
Við tökumst ekki á við heiminn sem þrælar kreddunnar ...
Við þróum nýjar kennisetningar um heiminn á grunni kenni-
setninga hans sjálfs ... Við gerum ekkert annað en að sýna heim-
inum fýrir hverju hann er að berjast, og meðvimnd er eittlivað
sem heimurinn verður að öðlast, hvort sem honum líkar það
bemr eða verr.33
Þegar „meðvimnd“ er komin til verður afleiðingin sú að blekkingar leys-
ast upp og unnt verður að breyta þeim aðstæðum sem geta af sér firring-
una; það sem fýlgir í kjölfarið felur óhjákvæmilega í sér frelsun, en ekki er
32 Immanuel Kant, Critique ofPure Reasoti, þýð. N. K. Smith, New York: St. Martin’s
Press, 1965, bls. 59.
33 Tucker (ritstj.), The Marx-Engels Reader, bls. 13, 14—15.
172