Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 44
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
al ekkjur, greiddu opinber gjöld „eins og góðir meðalbændur“ og þess
vegna væri það „mjög ófrjálslegt, að neita þeim um þessi rjettindi til kosn-
inga“.2S Hjá Þorláki er ekki að finna beina hugmyndafræðilega umræðu
um rétt kvenna sem slíkra til pólitískra réttinda þótt hann að vísu bendi á
þann órétt sem konur hafi verið beittar í gegnum aldirnar. Hins vegar
birta rök hans það viðhorf að samfélagsstaða fólks skuh ráða kosningarétti
en ekki kynferði.
Oðru máh gegndi um baráttu frjálslyndra tdnstrimanna fjnir ktænrétt-
indum en hreyfing þeirra sem fór af stað á Islandi á níunda áramg 19. ald-
ar hafði í för með sér allvíðtækar umræður um ktænréttindamáhð. Hér
voru á ferð menn sem höfðu numið í Kaupmannahöfn, kynnst þar frjáls-
lyndum straumum og voru m.a. annars undir áhrifum af hinu þekkta riti
Johns Smarts Mills, Kúgun kvenna, sem kom út árið 1869.26 Arið 1885
hélt lögfræðingurinn ungi Páll Briem fyrsta opinbera f}TÍrlesturirm um
kvenréttindi sem haldinn var í Reykjavík en hann var þá nýsnúinn heim að
loknu námi sínu í Kaupmannahöfn. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina „Um
frelsi og menntun kvenna“.27 Starfsbróðir hans, Skúli Thoroddsen, stofh-
aði á Isafirði ári síðar blaðið Þjóðviljann sem hafði kvenréttindi á stefnu-
skrá sinni. En Skúli var án efa einn ömlasti talsmaður karla fyrir kvenrétt-
indum á íslandi fyrr og síðar og barðist fyrir málinu sem bæði
hugmyndafræðingur og pólitískur barátmmaður. Þá var stofhað annað
blað árið 1884 sem einnig hafði kvenfrelsi á stefnuskrá, Fjallkonan, sem
Valdimar Asmtmdsson ritstýrði, en í því blaði leit dagsins Ijós grein sem
talin er fyrsta blaðagrein eftir konu sem birtist á Islandi. Var það greinin
„Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna“ eftir Bríeti Bjarnhéðins-
dótrnr sem birtist árið 1885.28
Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Islands, bls. 127-147. Um-
ræðu um stöðu kvenna í gamla bændasamfélaginu er einnig að finna í Ann-Catrin
Ostman, Mjölk och jord. Om kvinnlighet, manlighet och arbete i ett österbottniskt
jordbrnkssamhalle ca. 1870-1940, Ábo: Ábo Akademis Förlag, 2000, bls. 31-32.
25 Alþingistíðindi 1881, síðari partur, d. 399-400.
26 Sjá Auður Styrkársdóttir, „Forspjall", í John Stuart Mill, Kúgun kvenna, Reykja-
vík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1997, bls. 26, 43-65.
2' Páll Briem, „Um frelsi og menntun kvenna. Sögulegur fyrirlestur“, í John Smart
Mill, Kúgun kvemia, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1997, bls. 277-328.
28 Guðjón Friðriksson, Nýjustu fréttir! Saga jjölmiðlunar á Islandi frá upphafi til vorra
daga, Reykjavík: Iðunn, 2000, bls. 59-61 og Gunnar Karlsson, Iceland’s 1100 Years,
bls. 275.
42