Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 13
MENNINGARARFUR MEÐ STRÍPUR
Vöxtur í mennmgartengdum ferðalögnm í heiminum hefur einmitt
beint athyglinni að slíkum áhrifum ferðamennsku á menningararfirm og
tengslum milh varðveislu og túlkunar. Um leið og Htið er á menningar-
arfinn sem auðlind þarf að gæta vel að því að auðlindin skaðist ekki eða
bjagist vegna rangrar og klisjukenndrar túlkunar. I því augnamiði vinnur
UNESCO að því að útbúa stefira um varðveislu menningararfsins og
þróun ferðaþjónustu.15 Þeirri \dnnu er ekki lokið en hið alþjóðlega minja-
ráð, ICOMUS, sem starfar í nánum tengslum við UNESCO, hefur út-
búið sáttmála sem tekur á tengslum varðveislu og túlkunar.16 Þar er
áhersla lögð á að hagsmunir ferðaþjónustunnar skaði ekki menningar-
arfinn sem heimild um fortíðina og uppsprettu þjóðarvitundar og Hfs-
gæða. Ahersla er lögð á sjálfbæra nýtingu menningararfsins og trúverðug-
leika (e. authenticitj) miðlunarinnar, en tengsl þar á milli eru mjög vel
skýrð í skýrslunni Menningartengd ferðaþjónusta í Eyjafirðv.
[Trúverðugleiki vísar] til þess hversu trúverðug framsetrdng
menningararfsins er, þ.e. hvort byggt er á traustum heimildum
þ.e. rannsóknum um sögulegan veruleika, hvort endurgerðir
og/eða viðhald og vemdun minja fari frarn eftir viðrakenndum
aðferðum forvörslu, hvort fornleifafræðilegar og/eða sagnffæði-
legar rannsóknir hafi verið nýttar o.s.frv. ... Jafiiframt snertir
þetta spuminguna um hvort um hfandi, skapandi menningar-
starfr'menningararf sé að ræða eða hvort ferðafólki er boðið
uppá staðalmyndir sem ekki þróast með aukinni þekkingu, um-
ræðu og viðhorfsbreytingum s.s. eins og þróun söguskoðunar
eða straumum og stefnum í listgreinum.17
Miðlun menningararfs án trúverðugleika er miðlun sem viðheldur
staðalmyndum samtímans og hindrar aðgengi að nýrri þekkingu. Hvers
konar miðlun menningararfs, einnig í tengslum við ferðaþjónustu, skal
15 Cultural 'Iburism. UNESCO: http://portal.unesco.org/culture/en/ev.php-URL_
ID=36700&URL_DO=DO_TOPIC&URL_SECTION=201.html. [Sótt 1. júlí
2008.]
16 Intemational Charter on Cultural Tourism (1999). ICOMOS: http://www.mter-
national.icomos.org/charters/tourism_e.htm. [Sótt 1. júlí 2008.] Guðrún Helga-
dóttir, Edward H. Huijbens og Kristín Sóley Bjömsdóttir, Mermingartengd ferða-
þjómista íEyjajtrði, Akureyri: Ferðamálasetur Islands, 2007, bls. 7.
1 Sama rit, bls. 26.
II