Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 169
SAGNRITUN SEM GAGNRYNI
heimspekilegum tilhneigingum, allar yfirlýstar kenningar um mannlega
hegðun (jafnvel þær sem eru faldar á milli línanna); þessi áhrif fást með því
að halda því afdráttarlaust ffam að mannlegar sjálfsverur hafi fullt vald á
ætlunarverkum sínum, að orð merki bókstaflega það sem þau segja og að
„náttúra“ eða „reynsla“ séu gagnsæ hugtök sem pólitík, heimspeki og
„kenningar“ nái ekki tdl. Lesið ávörp forseta Samtaka bandarískra sagn-
fræðinga (American Historical Association) allt frá stofhun þeirra 1884.
Þau fjalla með fáum undantekningum um raunverulega hlutd, ef til vill um
framkvæmd eða aðferðir en alls ekki um kenningar. Ein af undantekning-
unum er Carl Becker sem var fordæmdur af mörgum starfsbræðrum sín-
um fyrir að vera of uppteldnn af heimspeki, raunar fannst gagnrýnendum
hans að ekki ætti að líta á hann sem sagnffæðing yfirleitt. Rifjið upp illa
upplýsta árás Lawrence Stone á Michel Foucault á síðum New York Re-
vierw of Books. Stone gerir lítdð úr Foucault og nefiiir hann „svokallaðan“
sagnffæðing (e. historian pretendu).17 Þó að Stone rengi sumar þeirra
staðreynda sem Foucault hélt fram til að geta ráðist á hann með þessum
hætti er það í hans huga hin þekkingarffæðilega áskorun sem veldur því að
Foucault lendir utangarðs hjá sagnffæðingum. Lesið þær neikvæðu eða
tvíbentu umsagnir sem finna má í sögulegum tímaritum um bækur eða
greinar sem fallast á að „orðræðubyltmg" hafi átt sér stað. Þar er leitað að
„hlutlausum“ atburðum sem telja má sneiða hjá tungumálinu sem miðli -
náttúruhamförum, hræðilegum dauðdaga fólks, sjúkdómum og kynjamis-
mun.18 Hlustið á Lynn Hunt og Joyce Appleby - meira að segja undir lok
tuttugustu aldar eru þær postular hins „ffóma draums“, þess sérstaka hlut-
leysis sem sagnfræðingar sækjast eftir.19 Samt sem áður ræða sagnfræðing-
17 Lawrence Stone, „Maclness", New York Revierw ofBooks, 16. desember 1982; Mi-
chel Foucault, „An Exchange with Michel Foucault11, New York Review of Books,
31. mars 1983. I orðaskiptunum við Stone svarar Foucault því til, fokreiður, að
neðanmálsgreinamar í ritum hans séu næg sönnun fyrir kostum hans sem sagn-
ffæðings.
18 Sjá til dæmis John E. 'Toews, „Intellectual History after the Linguistic Turn: The
Autonomy of Meaning and the Irreducibility of Experience“, American History
Review 92/1987; og William H. Sewell Jr., „Gender, History and Deconstruction:
Joan Wallach Scott’s Gender and the Politics of History“, CSST Working Paper 34,
Ann Arbor: University of Michigan, 1989. Sjá einnig Joan W. Scott, „The
Evidence of Experience", CriticalInquiry 17,4/1991, bls. 773-797.
19 Appleby o.fl., Telling the Truth about History, „þessi ffómi draumur“ vísar til bókar
Peters Novick, That Noble Dream: The „Objectivity Question“ and the American
Historical Profession, New York: Cambridge University Press, 1988.
167