Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 27
MENNINGARARFUR MEÐ STRÍPUR
Einnig hefnr skipt máli að menningartengda ferðaþjónustan er vel
tengd innan stjórnkerfisins, bæði við áætlanagerð og styrkveitingar. Meðal
annars var komið á samstarfi milli samgönguráðuneytis og mennta-
málaráðuneytis sem virðist hafa styrkst verulega eftir að Tómas Ingi sett-
ist sjálfur í stól ráðherra menntamála í ársbyrjun 2002. Eins og vel sést á
línuriti 1 tóku sjóðir menntamálaráðuneytis að bólgna út árið 2003. Þá var
auknum fjármunum veitt í sjóði ráðuneytisins sem þegar voru á íjárlögum,
en einnig var sjóðum ráðuneytisins íjölgað. Til dæmis var bætt við undir
fjárlagalið 02-919 Söfn, ýmis framlög lið sem kallast 6.90 Ótilgreindur
stofnkostnaður. Um þann sjóð ráðuneytisins fóru 52 milljónir króna árið
2003 en sama ár var 58 milljónum króna veitt í Safnasjóð til þess að styrkja
söfn sem uppfylla safnalög. Arið 2008 var framlagið í sjóðinn orðið 133
milljónir króna en þá var umfang Safnasjóðs eingöngu 87,7 milljónir.48
Samkomulag menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis um samn-
inga við sveitarfélög er annað dæmi um samstarf ráðuneytanna sem miðar
að því að styðja við miðlun menningararfs á landsbyggðinni.49
Ekki einasta er skýrslan um menningartengda ferðaþjónustu skólabók-
ardæmi um hvernig koma á málum áfram innan stjórnkerfisins. Hún er
ekki síður hugmyndafræðilegt prógramm sem skilgreinir sögu lands og
þjóðar út frá aðferðafræði ímyndarsköpunar og markaðssetningar ferða-
þjónustunnar.50 Við markaðssemingu er byggt á ímyndum sem taldar eru
endurspegla þau sérkenni sem verið er að selja.51 Grunnhugmynd við
markaðssetningu er að hamra á einföldum og grípandi boðskap sem fang-
ar athygli og er lýsandi fyrir vöruna. „Island, land elds og ísa“ er dæmi um
gamalt slagorð sem spilar á andstæður í náttúru landsins en „Iceland on
the edge“ vísar aftur á móti í menningu þjóðarinnar og landfræðilega
staðsetningu.52 Imynd þarf að vera stöðluð. Misvísandi eða flókin ímynd
eykur hættuna á að illa takist að uppfylla þær væntingar sem verið er að
skapa.53 I skýrslunni Menningartengd ferðaþjónusta er því tekist á við að
48 Fjárlagaliðnum 6.90 Otilgreindur stofhkostnaður var bætt við á fjárlögum 2003.
Fjárlagalið 1.98 Ótilgreindur rekstur var bætt við á fjárlögum 2005.
49 Menning: listir, menningararfur..., bls. 20.
50 Sama rit, bls. 25.
51 Sama rit, bls. 13. Guðrún Helgadóttir o.fl., Menningartengd feröaþjónusta í Eyja-
firði, bls. 6.
52 „Iceland on the Edge í Brussel.“ Utflutningsráð Islands: http://www.utflumings-
rad.is/Frettir/433/default.aspx. [Sótt 3. mars 2008.]
53 Tómas Ingi Olrich, Menningartengd ferðaþjónusta, bls. 14.
25