Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 204
JOEP LEERSSEN
menningarlegri sögu þjóðernisstefnu í Evrópu er hægt að staðsetja til-
tekna þjóðernishreyfingu, ekki aðeins í „eiginlegu“ landi sínu, með af-
mörkuðum félagshagfræðilegum kringumstæðum og aðstæðum, heldur
einnig í vitsmunalegu og hugmyndafræðilegu andrúmslofti gagnkvæms
sambands og innblásturs. Þjóðernisstefna er í menningarlegri birtingar-
mynd sinni sannarlega alþjóðlegur evrópskur heimsfaraldur.
Menningarleg þjóðernisstefna þarfnast annars skýrandi samhengis
handan við félagspólitíska skipulagsgerð heimalands síns (sem gæti hins
vegar hafa verið samstillt eða mynduð á þeim tíma). Rannsaka þarf gagn-
kvæm tengsl ólíkra birtingarmynda menningarlegrar þjóðernisstefitu í
Evrópu sem hluta af samanburðarmenningarsögu. Líkingin sem ég hef í
huga er rómantíska stefnan: hún er annar evrópskur heimsfaraldur, nánast
samtíða menningarlegri þjóðernisstefhu (og skarast við hana á mörgum
stöðum). Hvar væru bókmennta- og menningarsögufræðingar staddir ef
þeir rannsökuðu rómantíkina í hlutum, land fyrir land, og hugleiddu stig
nútímavæðingar í því landi í hverju tilfelli fyrir sig, stöðu miðstéttarinnar,
menntakerfi þess og hagfræðilega stærð? A meðan slíkir þættir staðfesta
bakgrunn rómantískrar hreyfingar í ákveðnu samhengi, virkar megin-
skilningur á rómantíkinni á gnmdvelli þess að útbreiðsla tiltekinnar bók-
menntalegrar dagskrár sé kortlögð: höfundar sem höfðu áhrif á aðra höf-
unda, hugmyndir og viðhorf sem tengdust skáldlegri fegurð og skáldlegum
innblæstri breiddust út um net og í dýnamík sem félagsmenningarfræð-
ingurinn Dan Sperber lýsir á viðeigandi hátt sem |ontagion des ide'es, eða
„faraldsfræði hugmynda11.23 Við skiljum rómantíkina ekki sem eitthvað
sem myndast félagsffæðilega af pólitískri eða hagfræðilegri undirbyggingu
kerfis heldur eitthvað sem menningarleg samskipti og útbreiðsla hug-
mynda hrinda af stað. I slíkri nálgun eru mannlegir gerendur flytjendur,
þeir setja fram og breiða út skoðanir, hugmyndir og viðhorf. Félagsleg stað-
setning þessara gerenda er ekki það eina sem skiptir máli heldur einnig
hlutverk þeirra í útbreiðslu hugmynda, sem endurvarpsstöðvar í menn-
ingarlegri hreyfingu sem er í útbreiðslu.
Mikið hefur verið umnið innan samanburðarbókmennta til að rekja og
kortleggja evrópska rómantík á þennan hátt.24 Svipuð nálgun getur komið
að góðum notum við að rekja og flokka menningarlega þjóðernisstefhu.
23 Dan Sperber, „The epidemology of beliefs“, Tbe Social Psycbological Study ofWide-
spread Beliefs, ritstj. C. Fraser og G. Gaskell, Oxford: Claredon Press, 1990, bls.
25-44; og La contagion des ide'es, París: Odile Jacob, 1996.
24 Klassískar rannsóknir sem koma upp í hugann eru: Paul Van Tieghem, Le romant-
202