Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 211
ÞJOÐERNISSTEFNA OG RÆKTUN MENNINGAR
undanhaldi, næstum horfm.38 Litið er á handrit sem leifar sem hafa
varðveist frá heiminum sem var til fyrir Gutenberg, sem hefur orð-
ið tvístrun og glötun að bráð; kveðskapur er hrifsaður af vörum
gamalmenna sem standa með annan fótinn í gröfinni; þjóðsögur og
þjóðsöngvar eru undantekningarlaust hluti af lífsstíl sem nútíma-
væðingin ryður frá. (Það er írónískt að einmitt þeir fræðimenn sem
nútímavæðingarferlið gerir mögulegt að starfa og auðveldar þeim
ttinnuna óttast það sem ógnandi og eyðandi afl.) Svipuð björgunar-
hvöt, sem teygir sig frá sjónarhóh nútímavæðingar aftur til hverf-
andi fomaldar, varðar fomar byggingar, minnisvarða, sögulega staði
eða landslag sem hefúr táknræna merkingu, eða hjátrú, tómstunda-
iðju og hefðir sem miðlað er. Tengslin milli tilkomu þjóðffæðilegs
efnis og þjóðemisstefnu em vel þekkt. Þegar allt kemur til alls em
skráning og björgun ffumhvatir í ræktun menningar.
2. Onnur tegund starfsemi felur í sér nýja menningarlega framleiðni:
ffumkvæði sem byggir á ffæðilegri skráningarvinnu og minningum
verður til í samtímanum. Málvísindamenn gera ekki bara skrá yfir
stöðu tungumáls með málffæðilýsingum og orðabókagerð, þeir
rökræða um stafsetningu, stöðlun og stöðu mállýskna gagnvart hinu
almerma normi. Frumkvæði að þýðingum á Biblíunni (eða öðrum
,,heimsbókmenntum“) er oft merki um metnað þjóðtungu fyrir
bókmenntalegri upphefð. Ættjarðarljóð eða söguljóð eru ort, ffam
koma þjóðbundnar ffásagnir eða leikrit; ný gerð þjóðlegrar sagna-
ritunar ryður sér til rúms, þar sem litið er heildrænt á „þjóðina“ sem
aðalpersónu í stað þess að horfa til afreka kónga og herforingja.39 I
bókmenntarýni og bókmenntasöguritun er kanóna sett fram og far-
ið er að líta á verkefni bókmenntanna sem þjóðernislega iðju.40 A
sviði efiiislegrar menningar stöndum við frammi fyrir stofnun þjóð-
38 Fiona Stafford, The Last of the Race: the Grorwth of a Myth from Milton to Darwin,
Oxford: Claredon Press, 1994; James Clifford, Virginia Dominguez og Trinh T.
Minh-Ha, „The pohtics of representation of other peoples: beyond the „salvage
paradigm““, Discussions in Ccmtemporary Culture 1, ritstj. Hal Foster, Seattle: Bay
Press, 1987, bls. 131-137.
39 Verið er að vinna samanburðarverkefni um slíka þjóðlega sagnfræðiritun (Repres-
entations ofthe past: the writing of natiomal histories in Europe) á vegum Evrópska
rannsóknarráðsins (www.uni-leipzig.de/zhs/esf-nhist/index.htm).
40 Sbr. Natitm Building and Writing Literary History, ritstj. Menno Spiering, Amster-
dam: Rodopi, 1999.
209