Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 189
SAGNRITUN SEM GAGNRYNI
koma á fót með hagsmuni „ffelsis" í huga.82 „Líkamar og nautnir“, hinn
torræði lokakafli fyrsta bindis The History of Sexuality vísar á aukið ff elsi í
kynferðislegri tjáningu jafnvel þótt gengið sé út frá því að alltaf verði til
staðar einhvers konar virkt stjórnunarviðmið sem verður að gagnrýna.
„Vægðarlausasta gagnrýnin“, skrifaði Derrida þegar Collége Intemational
de Philosophie var stofnaður í tilraun til að stofhanavæða heimspeki sem
gagnrýni innan viðtekinnar akademískrar heimspeki en jafnffamt í trássi
við hana -
hin vægðarlausa greining á valdi réttlætingarinnar er alltaf fram-
leidd í nafni tiltekins réttlætingarkerfis ... Vxð vitum nú þegar að
áhuginn á rannsóknum sem ekki teljast réttmætar á þessari
sttrndu mmi aðeins fá útrás ef hann þræðir vegi sem viðtekið
stofnanavald þekkir ekki eða hefur ekki komið auga á, það er að
segja ef þessar nýju rannsóknir enr þegar komnar af stað ogfela í
sér fyrirheit nm nýja réttlætingn þar til einn dag, enn og aftur ...
og þanrúg áfram.83
Gagnrýni er aldrei sátt við stjórnarfar sem kveðst uppfylla þrá hennar:
ókomin tíð verður aðeins tryggð með þrálátri óánægju gagnrýnirmar.
Þetta er hlutverk sagnfræðiritxmar og henrú fylgir örmur tegund sið-
fræði en sú sem olli sagnfræðingunum sem skrifuðu í umrætt þemahefti
tímaritsins History and Theory áhyggjum. Málið snýst ekki um að fella
dóma, út frá einhverju siðfræðilegu sjónarhorni í samtímanum, um það
hvort gjörðir karla og kvenna í fortíðinrú hafi verið góðar eða slæmar (til
dæmis hvort Sartre hafi af fúsum og frjálsum vilja verið ginningarfífl
kommiinista, eða hvort Fanon hafi verið ofbeldisfullur úr hófi fram, eða
þrælahald kúgandi stofhxm). Sagnffæðingum er að sjálfsögðu frjálst að
fella slíka dóma og byggja virmu sína á þeim. Sú vinna hefur oft á tíðum
óneitanlega mikilvægan póhtískan hljómgrunn og fyrir vikið verða þeir sem
áður voru hundsaðir sýnilegir eða ríkjandi túlkanir teknar til endurskoðun-
ar. Eg kalla ekki eftir endalokum rannsókna af þessari tegund, við þurfum
örugglega á þeim að halda. En ég held ekki að þær flokkist yfirleitt undir
82 Didier Eribon fjallar uxn gagnrýni Foucaxilts og tengsl hennar við pólitískar hreyf-
ingar samtímans í Eribon (ritstj.), „Introduction: L’Art de rinservitude‘l, L’In-
fréqnentable Michel Foucault: Renouveaux de la pemée critique, París: EPEL, 2001,
bls. 9-18.
83 Derrida, Right to Philosophy, II. bindi, bls. 126—127.
187