Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 66
SVANUR KRISTJÁNSSON
verða ekki eingöngu á heimsvísu heldur geta einnig átt sér stað innan
landa. Hann tekur þróun kosningaréttar kvenna sem sérstakt dæmi til að
rökstyðja þá kenningu að hegðun ráðahópa karla í hverju landi hafi ráðið
miklu um framgang kosningaréttar kvenna, og þarmeð um þróun lýðræð-
is. I mörgum löndum hafi ráðahópar séð í konum og kvennahretdingum
bandamenn í baráttu gegn byltingaröflum og þess vegna orðið við kröfiim
um kosningarétt konum til handa. Markoff nefiiir síðan tvö lönd þar sem
allt annað var uppi á teningnum og ráðahópar snerust öndverðir gegn al-
mennum kosningarétti k\renna. Annað þessara landa var Bretland, þar sem
róttækar „suffragettur“ háðu harða og stranga baráttu fyrir kosningarétti.
Þar fengu konur kosningarétt með skilyrðum árið 1918, m.a. þurftu þær
að vera 30 ára og eldri á meðan kosningaréttur karla var bundinn við 21
árs aldur. Hitt landið sem Markoff bendir á er Island. Hér hafi löggjafar-
þing þjóðarinnar ákveðið að konur þtTftu að vera 40 ára og eldri tál að
geta kosið þótt karlmönnum nægði 25 ára aldur.4 Því má svo bæta við að
þetta kynbundna aldurstakmark skyldi aínumið á 15 árum. Island varð því
fullvalda ríki 1918 í konungssambandi við Danmörku með kynbtmdið
misrétti bundið í stjórnarskrá landsins, sem ekki var til staðar í hinu sam-
bandslandinu. Eins og Auður Styrkársdóttir hefur bent á urðu Islendingar
að taka aldursákvæðið út úr stjórnarskránni við gerð Sambandslagasamn-
ingsins.5 Kosningaréttur íslenskra kvenna og karla hefur verið jafn frá ár-
inu 1920.
íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á að lýðræðisþróun í landinu hefur
allir aðrir hlutar álfunnar voru undir alræðisstjórn, sem byggð var á hugmynda-
fræði kommúnismans, nasismans eða fasismans.“ „Framtíð lýðræðis: Norðurlönd
árið 2020“. Fyrirlestur forseta íslands Olafs Ragnars Grímssonar á temaþingi
Norðurlandaráðs. Reykjavík, 15. apríl 2002, bls. 2-3. Löndin voru væntanlega
Bretland, Finnland, Irland, Island, Sriss og Svíþjóð.
4 John Markoff, Waves ofdemocracy, bls. 86.
5 Auður Styrkársdóttir, Barátta um vald. Konur í bæjarstjóm Reykjavíkur 190S-1922,
Reykjavík: Háskóli Islands/Háskólaútgáfan, 1994, bls. 46. í greinargerð með 6.
grein sambandslagasamningsins segir: „Sjálfstæði landanna hefur í för með sjer
sjálfstæðan ríkisborgararjett. Þess vegna er af Dana hálfu lögð áhersla á, að ský-
laust sje ákveðið, að öll ríkisborgararjettindi sjeu algerlega gagnkvæm án nokkurs
fyrirvara eða afdráttar. Af þessari gagnla'æmni leiðir það, að afnema verður allar
þær takmarkanir, sem nú eiga sjer stað á fullu gagnkvæmu jafnrjetti (svo sem mis-
mun þann á kosningarrjetti, sem kemur ffam í 10. gr. stjórnarskipunarlaga íslands
frá 19. júm' 1915).“ Aktstykker vedrerende forhandlingeme i Reylgavik 1.-18. juli
1918. Kaupmannahöfn, 1918, bls. 71-72.
64