Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 50
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
menn á borð við t.d. Skúla Thoroddsen eða Ólaf Ólafsson. Það virðist að
miklu leyti hafa verið hðin tíð að þeir skrifuðu um málið í blöð eða héldu
um það fyrirlestra en þeir voru tilbúnir til að leggja ffam aðstoð sína og
virðist því með nokkrum rétti mega tala um ákveðna „samtdnnu" kynjanna
að kvenréttindamálinu á þessum árum, þar sem kvenréttindakonur töluðu
máli sínu og „lobbíeruðu“ og stóðu fyrir gríðarlega umfangsmiklum að-
gerðum en karlar voru til þjónustu reiðubúnir, mættu á fúndi, skrifuðu
undir skjöl og töluðu fyrir málinu á Alþingi.
Samskipti Hins íslenska kvenfélags við ráðamenn landsins eru gott
dæmi um þetta en fyrri hluta ársins 1909 fór félagið t.d. fram á að fá að
ræða við ráðherra um kvenréttindamálið. Hannes Hafstein hafði þá nýlát-
ið af embætti svo að það hefur verið Björn Jónsson sem félagskonur tóku
tali.4 Fundinn sóttu kvenréttindakonurnar Ingibjörg H. Bjarnason, Jar-
þrúður Jónsdóttir og Theodóra Thoroddsen auk forseta félagsins, Katrín-
ar Magnússon. „Var ráðherra", samkvæmt fundargerðabók, „hinn ljúfasti
viðtals og tjáði sig mjög fylgjandi öllum kvennrjettindum, og taldi engin
tormerki á því, að konur fengju fúllt jafnrjetti við karla, þegar stjórnar-
skrárbreyting kæmist á, sem sennilega jrði á næsta þingi.“48 Þá sendi
stjórn Hins íslenska kvenfélags, samkvæmt uppástungu Ingibjargar H.
Bjarnason, þingmönnum búsettum utan Reykjavíkur bréf og spurði hvort
þeir vildu „sýna oss þá velvild, að unna oss viðtals, viðvíkjandi kvennrjett-
indamálinu, á kafflhúsinu „Skjaldbreið““ sunnudaginn 9. maí. Reyndist
ljúfmennska alþingismanna í garð kvennanna litlu minni en ráðherra en
fimmtán þingmenn mættu til fundar, og „allir tjáðu þeir sig fylgjandi mál-
inu, og sumir töldu sjer það kappsmál að fullt jafnrjetti karla og kvenna
yrði sem fyrst lögleitt.“49
47 Fundurinn með ráðherra virðist hafa farið fram milli 26. apríl og 11. maí 1909. Þá
var Bjöm Jónsson tekinn við af Hannesi Hafstein sem lét af embætti 31. rnars það
ár. Sjá Lbs. 971 fol. Fundargerðabók Hins íslenzka kvenfélags. 11. maí 1909, og
Bjöm Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, Islandssaga til okkar daga, Reykjavík:
Sögufélag, 1991, bls. 475.
48 Lbs. 971 fol. Fundargerðabók Hins íslenzka kvenfélags. 11. maí 1909.
49 Lbs. 971 fol. Fundargerðabók Hins íslenzka kvenfélags. 11. maí 1909. I Kvenna-
blaðinu birtist samt ágreiningur um hvernig ætti að túlka afstöðu þingmanna á
fundinum. Bríet sagði í grein í blaði sínu að þeir hefðu ekki verið jafn jákvæðir og
Hið íslenska kvenfélag vildi vera láta en stjórn þess svaraði aftur og sagði að þeir
hefðu heitið málinu „eindregnu fylgi sínu á næsta þingi og sumir lofuðu jafhvel að
hreyfa því heima í héraði, og afla því fylgis." Sjá „Horfur“, Kvennablaðið, 15. júní
1909, bls. 42 og Kvennablaðið, 15. júlí 1909, bls. 52.
48