Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 186
JOAN W. SCOTT
- „Þekkingarþrá er öllum mönnuLm í blóð borin“ ° - gerir hann það til að
renna stoðum undir eigin hugmynd: „ánægjan sem hlýst af gagnslausmn
skymjunum skýrir þrána efdr þekkingu þekldngarinnar vegna.“ 1 Kant
taldi að menn hefðu náttúrulega tilhneigingu til að fara út fyrir viðtekin
mörk í hugsuninni: ,dVIaðurinn“, skrifaði hann „hefur innri þörf fyrir að
hugleiða spumingar sem ekki verður svarað með nokkurs konar rejmslu-
bundinni beitingu skynseminnar eða meginreglna sem leiddar eru af
henni.“72 Nietzsche sem hefði (líkt og Foucault og Derrida) verið tds til að
andmæla því hversu mikið vægi Kant ljáði þekkingarþránni, tengdi gagn-
rýnina við þann hæfileika hugsunarinnar að „rífa sig lausa og öðlast
frelsi“.73 Adomo leit á hugsun af þessu tagi sem „óseðjandi“ og „andúð
hennar á því að öðlast snögga og einfalda fuJlnægingu snýr baki við
heimskulegri msku uppgjafarinnar.“'4 Hann lagði þann óseðjandi drifkraft
sem hann sagði að blési lífi í gagnrýnina að jöfiiu við æðsta stig hamingju,
þá djúpstæðu fullnægju sem hlýst af því að læra að sjá á nýjan hátt: „Ham-
ingjan sem vaknar í augum hugsandi manns er hamingja mannkynsins ...
Hugsun er hamingja, líka þegar hún skálgreinir óhamingju: með því að
setja hana fram.“75 Freud tengdi ánægjuna sem tengist þekkingarþrá af-
dráttarlaust við kynlíf. Hann hélt því fram að til væri „eðlishvöt þekkangar
og rannsókna“ sem væri greinileg hjá börnum milli þriggja og fimm ára
aldurs og ætti uppruna sinn í fondtni þeirra um kynlíf: „Þekking hjá böm-
um vaknar fjtrr en búast mætti við og beinist með ákafa að kynferðislegum
vandamálum og í raun vaknar hún hugsanlega vegna þeirra.“'6 Ekki kem-
ur á óvart að Freud leggi þekkingu og þrá að jöfnu, þó að Marx hafi orðað
þetta atriði af meiri mælsku og á gagnorðari hátt: „gagnrýni er ekki ástríða
höfuðsins heldur höfuð ástríðunnar“."
Þetta er sú þrá sem Foucault lýsir í formála The Order ofThings. Hún er
óvænt, ánægjuleg á sama tíma og hún raskar jafhvægi:
70 [íslensk þýðing í Aristóteles, Fru?nspekiji 1, þýð. Svavar Hrafh Svavarsson, Rej'kja-
vík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1999, bls. 41.]
'l Derrida, Right to Pbilosophy, II. bindi, bls. 130-131.
72 Kant, „Introduction“, Ci'itique ofPure Reason, bls. 56.
73 Nietzsche, On the Advantage and Disadvantage, bls. 4.
74 Adomo, CiiticalModels, bls. 292.
73 Sama rit, bls. 293.
76 Sigmund Freud, Three Essays on the Theoiy of Sexuality, þýð. J. Strachey, New
York: Basic Books, 1975, bls. 60.
77 Tucker (ritstj.), The Mai-x-Engels Reader, bls. 55.
184