Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 139
EFASEMDIR UM GILDI SANNLEIKANS FYRIR SAGNFRÆÐINA
vel hugsa sér samhengi þar sem orðalagið „hluturinn í sjálfum sér“ er
gagnlegt.13 En það er auðvelt að missa fótanna þegar slíkt frumspekilegt
orðalag ber á góma. Orðið „hlutur“ kemur t.d. fyrir í frasanum. Hvers
konar fyrirbæri er hluturinn í sjálfum sér? Er þetta einhver annar hlutur en
sá sem við kynnumst með hjálp skilningarvitanna? Þegar sagt er að við
getum alls ekki þekkt hlutinn í sjálfum sér er engu líkara en vísað sé til ein-
hvers annars hlutar en þess sem við þó þekkjum úr skynjun okkar. Þegar
ég rannsaka skynjanlega eiginleika tiltekins ræðupúlts er ég þá á engan
hátt að kynna mér ræðupúltið í sjálfu sér? Er það eitthvert annað ræðu-
púlt?
Og hvers konar sjónarhorn er það sem aldrei er hægt að komast út
fyrir? Er yfirhöfuð hægt að fá botn í þá hugsun? Ætli Kópavogsbúanum
brygði ekki í brún ef hann skryppi upp á Kjalarnes en sjónarhornið á
Esjuna breyttist ekki? Og það myndi ekki heldur breytast þótt hann flygi
yfir Esjuna eða gengi á fjallið. Alltaf væri hann fastur í sama sjónarhorni,
alltaf væri Esjan jafiilangt í burt, jafn blágræn og hún virðist úr Kópavogi.
Hvað gæti hugsanlega falist í því að komast út fyrir slíkt sjónarhorn og að
hlutnum í sjálfum sér? Eða, svo dæminu sé snúið við: Hvað felst í því að
geta ekki komist út fyrir sjónarhornið og geta ekki þekkt hlutinn í sjálfum
sér? Þegar við segjum hversdagslega að við getum ekki gert eitthvað höf-
um við jafnan í huga einhverja takmörkun sem hamlar okkur, takmörkun
sem hægt er að yfirstíga, að minnsta kostd fræðilega séð. Fæstir geta
sannað síðustu setningu Fermats og stafar það af vankunnáttu í stærðfræði
sem ef tdl vill má bæta úr. Sumir geta ekki sungið en bæta mætti úr því með
söngnámi. En tdl hvers konar takmarkana er vísað þegar sagt er að við get-
um ekki yfirstdgið sjónarhorn okkar og þekkt hlutinn í sjálfum sér? Væri
hægt að hugsa sér aðstæður þar sem mannleg vera gætd hugsanlega yfir-
stdgið þær takmarkanir? Eg hef ekki komið auga á neinar slíkar tak-
markanir, samt er okkur óbeint sagt að við séum takmörkuð að þessu leytd.
Takmarkanir eru íþyngjandi, mismikið þó eftir markmiðum okkar. Lag-
leysi er ekki íþyngjandi takmörkun fyrir þann sem engan áhuga hefur á
tónlist, en sligandi ef löngunin tdl að syngja er brennheit. Vandinn við
13 Ég hef t.d. í huga siðfræði, einkum náttúrusiðfræði. Hugtakið getur einnig verið
gagnlegt til að lýsa tengslum okkar við veruleikann, einkum glímunni við efa-
hyggju um aðra hugi. Sjá um þetta Paul Franks, „The discovery of the other: Cav-
ell, Fichte, and skepticism“, Reading Cavell, ritstj. Alice Crary og Sanford Shieh.
London ogNew York: Roudedge, 2006, bls. 166-203.
x37