Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 95
UM FRÆÐILEG TÆKI OG TÓL í SAGNFRÆÐI
fjölskrúðugra safii fyrirbæra en forverar þeirra. Má þar t.d. nefiia tifiatonir,
fiumsendur og líkindafræði. Mælikvarði þess hvort eitthvað er rétt eða
rangt er breytingum undirorpið í tímans rás.6 Dæmi um þetta má t.d. sjá í
réttarsölum nútímans þar sem nú er unnt að nota erfðafræðipróf eða nið-
urstöður úr geðlæknisfræði til að skera úr um sekt eða sakleysi. Það hvort
staðhæfing sé rétt eða röng hefur hins vegar ekki breyst. Skilgreiningin á
góðri kenningu sem Hawking setur fram fellur ekki að öllum rökfærslu-
stílum vísinda heldur þeim sem eru ríkjandi á hans rannsóknarsviði,
kennilegri eðfisfræði og heimsfræði. A sviði sagnfræðinnar mætti því búast
við því að aðrir rökfærslustílar væru fastir í sessi og viðurkenning á nota-
gildi þeirra vegi upp á móti „fallvaltleika einstakra kenninga“.7
Sagnfræðin er í grundvallaratriðum ekki ófrk eðhsfræðinni hvað varðar
hina einföldu mynd Hawkings. Hún snýst um frásagnaform, líkanasmíð
og alhæfingar sem hafa víðtækt gildi.8 Kjósa sagnfræðingar ekki fremur
einfaldar en flóknar skýringar? Reyna sagnfræðingar ekki að komast að
niðurstöðum sem hafa forsagnargildi um niðurstöður annarra rannsókna?
Heimspekingurinn C. Behan McCullagh hefur greint nytsemi orsaka-
skýringa í sagnfræði á grundvelh sjö viðmiða, en í þeim felast einmitt
þættir eins og almennt forsagnar- og skýringargildi sem og einfaldleiki.9
Sagnfræðingar hafa í raun ekki hina rómuðu „vísindalegu aðferð“ að leið-
arljósi. Starf þeirra felst „ekki einungis í söfnun staðreynda og lýsingu hins
fiðna eins og það var heldur eixmig að greina mynstur og stærri drætti í
framvindu sögunnar“10 enda er óljóst hvernig hægt er að lýsa staðreynd-
um um fortíðina án hugmynda um það hvemig mannleg samfélög þróast
og næms skilnings á samtíð sagnfræðingsins. Líkt og aðrir vísindamenn
reyna sagnffæðingar að skilja gangvirki veraldarinnar í smáu og stóru;
koma skipan á skilninginn sem hvorki sprettur ffarn sjálfkrafa né er fólg-
inn í staðreyndum. Þess vegna reyna sagnfræðingar að finna formgerðir
eða mynstur í samfélögum fortíðarinnar til að útskýra þau líkt og efha-
6 Sjá Ian Haddng, „,,Stíll“ fyrir sagnfræðinga og heimspekinga“, [1992] þýð. Krist-
ín Halla Jónsdóttir og Skúli Sigurðsson, Heimspeki á tiittiigiistn öld, bls. 241-265.
Hacking, „„Stíll“ fyrir sagnfræðinga og heimspekinga“, bls. 242, 257-258.
5 Um gagnsemi alhæfinga sjá t.d. Helga Þorláksson, „Stórsaga og yfirlitssaga á
hjörum", Saga, 42:1 (2004), bls. 158-163 (bls. 162).
9 C. Behan McCullagh,ýfwízfyrög Historical Descriptions (New "Ybrk, 1984), bls. 19.
10 Skúh Sigurðsson, „Sagnffæðingurinn fljúgandi og óravíddir tæknirmar", 2. ís-
lenska sögnþingið 30. maí-l.júní2002. Ráðstefnurit I, ritstj. Erla Hulda Halldórs-
dóttir (Reykjavík, 2002), bls. 268-285 (bls. 270).
93