Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 178
JOAN W. SCOTT
sjálfsveru nútímans. Sagnfræðin sjálf fór ekki framhjá honum; raunar
færði hann rök fyrir því að sagnfræðilegur hugsunarháttur væri í sjálfu sér
bundinn tímanum. A nítjándu öld „á ekki að skilja sagnffæði ... sem sam-
antekt á safni staðreynda, í réttri röð, eins og þær gætu hafa átt sér stað.
Hún er grundvallar-tdlveruháttur alls þess sem varðar rejmslu ... Ur því að
hún er tilveruháttur alls þess sem okkur er gefið í reynslunni er Sagan orð-
in óhjákvæmilegur þáttur í hugsun okkar'f46 Ahugi Foucaults beindist að
því hvemig vandamál voru sett fram og hverrúg lausnir voru fundnar við
þeim á ólíkum tímaskeiðum, hvernig sumar lausnir urðu smám saman
óhjákvæmilegar og nauðsynlegar um leið og litið var framhjá öðrum og
þeim hafnað. I því sem Foucault kallaði ,,þúsund[ir] atbmða sem nú eru
týndir“ fann hann efnivið sem nota mátti til að varpa rýrð á sjálfumglaðan
óhjákvæmileika allra siðferðilegra eða félagslegra kerfa.4 Darid Hoy kall-
ar þetta „sögu vandamálavæðingarinnar“.48 Tilgangurinn var að sjálf-
sögðu sá að skoða núverandi skilning okkar á sjálfum okkur sem afleiðing-
ar ferla sem miðuðust við að finna lausnir á vandamálum, ferla sem skýrðu
sambönd valds með því að bera kennsl á tálgang þekkingarinnar. Einnig
má orða þetta svo að það sem taldist sagnfræði var samansafh sundur-
lausra tilfærslna í túlkun:
Sé túlkun í því fólgin að varpa smám saman ljósi á tiltekna
merkingu sem grafin er í uppsprettunni, þá er frumspekin ein
fær um að túlka verðandi mannkynsins. En sé túlkun í því fólg-
in að fara með valdbeitingu eða svikum og sölsa undir sig reglu-
kerfi sem í sjálfu sér býr ekki yfir neinni eðlislægri merkingu, og
þvinga það í ákveðna átt, sveigja það að nýjum vilja, senda það í
annan leik og láta það lúta annars konar reglum, þá er verðandi
mannkynsins ekkert annað en runa ólíkra túlkana. Og sifjaffæð-
in á að vera saga alls þessa: Saga hinna ólíku mynda siðferðis,
46 Foucauft, The Order ofThings: An Archaeology of the Human Sciences, New York:
Vintage Books, 1994, bls. 219.
47 Michel Foucault, „Nietzsche, Genealogy, History", í Latiguage, Counter-Memory,
Practice: Selected Essays andInterviews by MichelFoucault, ritstjóri og þýð. Donald F.
Bouchard, Ithaca: Comell University Press, 1977, bls. 146 [íslensk þýðing:
„Nietzsche, sifjaffæði, saga“, þýð. Björn Þorsteinsson, Alsæi, vald ogþekkitig, ritstj.
Garðar Baldvinsson, Reykjavík: Bókmenntaffæðistofnun Háskóla íslands 2005,
bls. 212-240, hér bls. 219]
48 Hoy ogMcCarthy, Critical Theory, bls. 163.
176