Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 76
SVANUR KRISTJÁNSSON
ið.34 Efrir ræðu Þorláks var gengið ril atkvæða og frumvarpið samþ}Tkkt
með 21 atkvæði og afgreitt til landshöfðingja sem lög frá Alþingi.35
Alþingi samþykkri t\Tö fhimvörp um kvenréttindi árið 1881 undir
miklum og auðsæjum áhrifum ffjálslyndrar stefnu. Þau náðu ril annarra
kosninga en alþingiskosninga og rúmuðust þ\h innan gildandi stjórnar-
skrár. Lög frá Alþingi höfðu samt ekkert gildi án staðfesringar konungs.
Alþingi hafði einungis tillögurétt, en valdið var hjá konungi. Og nú var að
bíða úrskurðar að utan.
Yfir\Töld gáfu sér góðan tíma ril að gaumgæfa frumvörpin tvö. Svör
komu í maímánuði 1882. Frumvarpið um kosningarétt ekkna og sjálf-
stæðra kvenna var samþykkt og prentað sem lög.36 Akureyrarlögunum var
hins vegar hafnað af konungi að tillögu ráðgjafans fyrir Island. I bréfi ril
landshöfðingja útskýrði ráðgjafinn ítarlega ástæðurnar fyrir synjun kon-
ungs. Þar sagði m.a.:
Að vísu er lagafrumvarp þetta í flestum atriðum samkvæmt
þeim lögum er annars gilda sem stendur um sveitastjórn á Is-
landi, einkanlega tilskipun 20. apríl 1872 um bæjarstjórn í
kaupstaðnum Reykjavík. En auk þess, að það víkur frá þessari
tilskipun í ýmsum atriðum, er ráðgjafinn sjer eigi næga ástæðu
til að bregða út af, er þó einkum ein ákvörðun í því svo löguð,
að ráðgjafinn hefir fyrir þá sök eigi getað ráðið til, að það næði
staðfestingu. Því að þar sem konum í 4. gr. frumvarpsins er
veittur, eigi kosningarrjettur að eins heldur og kjörgengi í bæj-
arstjórn, þá er það hvorttveggja, að það er óráðlegt í sjálfu sjer,
enda er það og í beinni mótsögn við lagafrumvarp það, er al-
þingi samþykkti um kosningarrjett k\Tenna, sem komið er út
sem lög 12. þ.m. Auk þessa er það auðsætt af umræðunum á al-
þingi um þetta síðast nefnda frumvarp, að alþingi, sem beinlín-
is tók þetta atriði sjerstaklega til íhugunar, hefir kannazt við, að
ekki væri ástæða til að veita konum kjörgengi í hreppsnefnd yfit
höfuð; og virðist eigi vera ástæða til að gjöra undantekningu frá
þessari reglu konum í einu sveitarfjelagi í hag.3
34 Sama rit, bls. 408.
35 Sama rit, bls. 408.
36 Stjómartíðindi A (1882), bls. 70-71.
3/ Stjórnartíðindi B (1882), bls. 96.
74