Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 116
GUÐMUNDUR JÓNSSON
innar og að henni væri hægt að ná með því að beita „vísindalegum“ \innu-
brögðum. Af trúnni á hlutlægan sannleik spratt það viðhorf að hægt væri
að skrifa sígilda sögu sem úreltist ekki: þekkingin safnaðist upp með
hverju nýju söguriti og gerði sagnfræðingum kleift að skrifa æ fleiri kafla í
Hinni s'&nnu heildarsögu mannkyns, eins og einn ffæðimaður komst að orði
um söguheimspeki pósitífismans.14
Sagnfræðingar virðast almennt hafa verið tregir til að láta söguheim-
speki sig miklu varða fram eftir 20. öldinni. Hans Meyerhoff hefur bent á
að það voru fremur heimspekingar en sagnfræðingar sem velm vöngum
yfir þekkingarffæðilegum hliðrnn sagnífæðinnar og einmitt þeir héldu á
loftri hugmjmdinni um vísindalega, hlutlæga sagnfræði hæst á lofti.1-' I
sagnffæðideildum austanhafs og vestan sveif andi Rankes yfir vömum,
sennilega ffekar sem ómeðvimð hugmynd en ígrunduð afstaða: trúin á að
hægt væri að komast að hlutlægri sögulegri þekkingu með hlutleysis-
afstöðu sagnffæðingsins og réttum tólum úr verkfæratösku heimildarýni-
skólans. Aherslan var á staðreyndimar, kenningar væm hins vegar handan
reynsluheims og bæri að forðast. I Englandi hefur þessi afstaða verið köll-
uð empírísk brjóstvitssagnfræði (e. common sense empiricist historiography)
en staðreyndapósitífismi í Danmörku og víðar á Norðurlöndum.16 Allt
ffam á sjötmda áratug 20. aldar var nám í aðferðaffæði aðallega fólgið í
heimildafræði, að þekkja og finna ólíkar tegundir heimilda og kunna að
meta áreiðanleika þeirra með gagnrýnni skoðun. Þessu fylgdi gjarnan
fræðsla um „hjálpargreinar“ sagnffæðinnar s.s. skjalfræði, myntffæði, ætt-
fræði, tímatalsffæði og síðast en ekki síst textaffæði, sem Ranke hafði gert
að undirstöðutækni sagnfræðingsins. Þannig mun kennsla í aðferðaffæði
hafa verið á Norðurlöndum, Englandi, Bandaríkjunum og víða á megin-
landi Evrópu. Enski sagnffæðingurinn E.H. Carr lýsti ástandi sagnfræð-
innar í ffægri bók frá 1961 á eftírfarandi hátt: „Þetta var öld sakleysisins
14 Joyce Appleby, L\tui Hunt and Margaret Jacob, Telling the Truth, bls. 167.
15 Hans Meyerhoff, The Philosophy ofHistoiy in Our Tiine. Garden City, N.Y.: Double-
day & Company Inc., 1959, bls. 161. Sjá einnig William H. Dray, Philosophy of
Histoiy. Englewood Cliffs: Prentice-Hall Inc., 1964, bls. 23.
16 Jan Eivind Myhre, „Introduction: A Century of Nordic Historical Scholarship“, í
FrankMeyer ogjan Eivind Myhre (ritstj.), Nordic Historiography in the 20'b Century.
Osló: Deptm. of History, University of Oslo, 2000, bls. 23-24. - Claus Moller
Jorgensen, „Patterns of Professionalization and Institutionalization in Denmark
'from 1848 to the Present", í sama riti, bls. 117-125. - Chrisopher Lloyd, „For
Realism and Against the Inadequacies of Common Sense: A Response to Arthur
Mzrwick“,Journal ofContemporaiy HistotyXXXl:l (1996), bls. 192.