Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 177
SAGNRITUN SEM GAGNRYNI
Sifjafræði Michels Foucault
Eitt stærsta aftek Michels Foucault var að setja hugmyndina um gagnrýna
sagnfræði fram sem kenningu og virkja hana, þ.e. sýna í tilteknum rann-
sóknum hvernig hægt er að iðka hana. (Eg beini hér sjónum að Foucault
vegna þess að áhugi hans á sagnfræði og gagnrýni var svo afdráttarlaus,
ekki vegna þess að ég vilji takmarka möguleika okkar við nálgun hans.
Ætlun mín er að taka dæmi, ekki að veita forskrift.)
Foucault kallaði gagnrýna sagnfræði sína sifjafræði. „[Gjagnrýnin mun
ekki felast í leit að formgerðum sem hafa almennt gildi, heldur í sögulegri
rannsókn á þeim viðburðum sem urðu til þess að við tókum þetta form og
urðum meðvituð um okkur sem gerendur þess sem við gerum, hugsum og
segjum.1144 Andstætt rannsóknum Kants á takmörkum skynseminnar hafði
Foucault annað markmið, sem hann átti sameiginlegt með Nietzsche, og
það var að skrifa sagnffæði sem „sýnir hvernig það-sem-er hefur ekki
alltaf verið“ og sýna þannig „hvers vegna og hvernig það-sem-er gæti orð-
ið annað en það-sem-er“.45 Ríkjandi hugmyndir um nútímann, og þá fyrst
skynsemina, átti að skoða sögulega en ekki fara með þær sem yfirskilvit-
lega flokka með grundvallarmerkingu sem beið djúpraxmsókna heimspek-
inganna, heldur sem tilraunir einstaklinga á tilteknum tíma og stað til að
skilgreina og endurskilgreina hverjir þeir voru. Látum öðrum efdr að setja
ffam kenningar um skynsemi. Foucault tók að sér að skrifa sagnffæði
hennar með því að skoða hvernig brugðist var við geðveiki en ekki með
því að bergmála orð spámanna skynseminnar. Hann hélt því ffam að í við-
leitninni til að koma böndum á geðveikina væri fólgin vitsmunaleg og
stofnanaleg tilraun til að renna stoðum undir skynsemina sem skilgrein-
ingu mannsins á sjálfum sér. Sú athygli sem hann beindi á þennan hátt að
hlutverki mismunar í samsetningu merkingarinnar er eitt af aðalsmerkjum
póststrúktúralískrar sagnffæði.
A eftir greinargerð sinni fyrir skynseminni tók Foucault til við að skrifa
um aga og kynferði og tilkomu mannvísinda samhliða ffamsetningunni á
44 Michel Foucault, „What is ErJightenment?“, The Essential Works ofMichel Fou-
cault 1954—1984, I. bindi, þýð. C. Porter, ritstj. Paul Rabinow, New York: New
Press, 1997, bls. 315 [íslensk þýðing: „Hvað er upplýsing?", þýð. Torfi H. Tulinius,
Skímir 167/1993, bls. 387—4-05, hér bls. 400]. Sjá einnig Foucault, „What is
Critique?“, þýð. L. Hochroth, í David Ingram (ritstj.), The Political, Malden,
Mass.: Blackwell, 2002.
45 Hér vitnað efdr Hoy og McCarthy, Critical Theory, bls. 48.
175