Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 163
SAGNRITUN SEM GAGNRÝNI
franska ríldsins.4 Scott hélt því ffam að þau rök sem hreyfmgin notaði vísuðu
ekki til sérstakra eiginleika eða áhugamála kvenna, heldur hvíldu þau á hug-
myndum um algildishyggju (e. universalisvi) sem rekja mætti aftur til upplýs-
ingarinnar og frönsku byltingarinnar.5 Arið 2007 kom út önnur bók eftir
Scott, The Politics ofthe Veil, þar sem hún fjallaði um „slæðumálið“ svokallaða,
löggjöf þar sem stjórnvöld í Frakklandi bönnuðu ungum stúlkum af múslima-
trú að hafa slæðu um höfuðið í opinberum skólum.6 Með því að greina þá um-
ræðu sem varð um máhð í Frakklandi sýnir Scott ffam á þau áhrif sem löng
saga kynþáttafordóma í Frakklandi, og þá sérstaklega viðhorf Frakka til mús-
lima, hafði á löggjöfina. Að sama skapi heldur hún því ffam að þetta sé enn
eitt dæmið um hve illa Frökkum hafi tekist að laga fyrrverandi nýlenduþegna
sína að ffönsku samfélagi eða rétta hlut þeirra og gera þá að fullgildum
ff önskum þegnum.
Greinin sem hér fer á eftir er góð kynning á þeim hugmyndum sem liggja
að baki aðferðafræði Joan Scott. Þrátt fýrir að greinin sé nýleg hafa hugmynd-
ir Scott allt ffá níunda áratugnum verið náskyldar skilningi hennar á heim-
speki Nietzsches, Foucaults og Derrida. Það sem hefur breyst er sú orðræða
og umræða sem hefúr átt sér stað meðal sagnff æðinga og annarra fræðimanna
undanfarin ár og áratug um að hugmyndir póstmódernisma og póststrúktúr-
alisma séu ónothæfar til sagnfræðilegrar vinnu. í eftirfarandi grein sýnir Scott
fram á hvemig heimspekingar, allt frá tímum Immanuels Kants til Jacques
Derrida, tengjast heimspekilegri hefð sem byggð er á gagnrýni. Hlutverk
gagnrýni í augum Scott er að varpa ljósi á undirhggjandi forsendur eða hliðar
thtekinnar orðræðu, en ekki endilega að varpa ljósi á sannleikann um þá orð-
ræðu.'' Niðurstöður gagnrýni er ekki hægt að spá fýrir um og ferlið getur
valdið óþægindum en jafhffamt spennu og ánægju meðal fræðimanna. Um
miðbik greinarinnar varpar Scott þannig fram þeirri áskorun til sagnffæðinga
(og um leið annarra fræðimanna) að þeir skrifi sagnffæði af þeim toga sem
4 Joan W. Scott, Parité! Sexual Equality and the Crisis ofFrench Universalism, Chicago
og London: The University of Chicago Press, 2005.
5 Þessi bók hennar er þannig nátengd fýrri rannsóknum hennar á femínisma á
tímum frönsku byltingarinnar. Sjá bók hennar Only Paradoxes to Offer: French
Feminists and the Rights of Man, Cambridge, Mass.: Harvard University Press,
1996.
6 Joan W. Scott, The Politics of the Veil, Princeton: Princeton University Press, 2007.
Þetta er ekld ósvipað þeirri aðferðafræði sem Scott kallar á í sagnfræðiskrifum um
kyngervi, að varpa ljósi á undirliggjandi forsendur og hhðar á hugmyndum manna
um hvað telst vera karlmannlegt eða kvenlegt.
iói