Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 200
JOEP LEERSSEN
annað ekki. Málefhi og viðhorf átthagaástar eru mjög nálæg einhverju sem
er s'sdpað a-fasa þjóðemisstefnu, sem ekki hefur þróast í annan fasa hvað
formgerðarflokkun og skipulag snertir.16 Hún er sem slík allt annað en lít-
ilvæg. Hún getur haft víxlverkandi áhrif á nálægar hreyfingar (eins og saga
pan-slavisma og pan-keltisma sýnir) og vaknar þá grundvallarspuming um
þau öfl sem gera það að verkum að átthagabundin starfsemi getur Att eða
síðar farið yfir ákveðin mörk, yfir í afdráttarlausa aðskilnaðarstefnu. Hið
velska eisteddfod hefur gegnum langa sögu sína frá endurvakningunni á
þriðja áratug átjándu aldar, virkað sem stöðugur, hægtúrkur og lúmskur
þáttur í að staðfesta fullyrðingar um mismun milli Wales og Englands.1
Ennfremur hefur ræktun þjóðmenningar á Italíu og Spáni löngum farið
fram á grundvelli átthaga: upphaflega var þjóðsögum, þjóðsöngtmm
o.s.frv. safnað sem sýnishomum af menningu Sikileyjar, Piedmont-héraðs
eða Napólí, eða af menningu Valensíu-héraðs, Andalúsíu eða Aragon-hér-
aðs og öðlaðist einumgis smám saman táknrænt mikilvægi og stöðu sem
dæmigerð „þjóðleg“ spænsk eða ítölsk menningararfleifð. I Baskalandi
stendur átthagaást Antonios de Traeba samhhða þjóðerniskennd Sabinos
de Arana.18
A upphafsskeiði sínu er menningarleg þjóðernisstefha enn ekki Hrk
innan þeirra þjóðerna sem síðar leiddu af starfsemi hennar. Hætta er á
tímatalsmglingi ef við staðsetjum a-fasa þjóðernisstefnu í þjóðlegu sam-
hengi sem birtist einungis síðar, sem afleiðing síðari þróunar. Þetta kemur
fram í tilhneigingu til að sía „þjóðemiskennd sem náði ekki ffam að ganga“
úr sýn okkar. Of algengt er að rannsóknum á þjóðemiskennd sé stjórnað
sem eins konar fornleifafræði nútímaríkisins: einungis þær þjóðarhrejh-
16 Umfjöllun um Frakkland er að finna í: Anne-Marie Thiesse, Emre lœ France. Le
mouvement littéraire régionaliste de langue fratifaise entre la Belle Epoque et la Libér-
ation, París: Presses universitaires de France, 1991; umfjöllun um Holland er í:
Constuctie van het eigene. Culturele vormen van regionale identiteit in Nederland, rit-
stj. Carlo van Borgt, Amanda Hermans og Hugo Jacobs, Amsterdam: P. J. Meer-
tens-Instimut, 1996; umfjöllun um Frísland er í: Goffe Jensma, Het rode tasje van
Salverda. Burgerlijk beamstijn en Friese identiteit in de negentiende eeuw, Ljouwert:
Fryske Akademy, 1998.
17 Hywel Teifi Edwards, „The eisteddfod poet: an embattled figure", A Guide to
Welsh Literature, c. 1800-1900, ritstj. H. T. Edwards, Cardiff: University of Wales
Press, 2000, bls. 24-47.
18 Umfjöllun um hann er í: Jon Juaristi, El linaje de Aitor, Madríd: Taurus, 2000; og
Cameron Watson, „Folklore and Basque nationalism: language, myth, reality“,
NationsandNationalism 2,1/1996, bls. 17-34.
198