Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 82
SVANUR KRISTJÁNSSON
snögglega á árunum 1911-1915 þegar íslenskir valdakarlar sneru baki við
réttindum og framgangi kvennad8
Hagsmunir í stað firjahlyndis 1911-1915
Arið 1908 voru t\Tennar almennar kosningar í landinu, alþingiskosningar
og þjóðaratkvæðagreiðsla um áfengisbann. Kosningaréttur var hinn sami í
báðum og hafði verið rýmkaður talvert í fyrsta sinn síðan 1855. Um 15%
íbúa gat nú kosið í stað um 10% áður, en sem fyrr var kosningaréttur
bundinn við karlmenn. Kosningarnar voru mjög harðar og tvær fylkingar
tókust á. Annars vegar var flokkur Hannesar Hafstein ráðherra, Heima-
stjórnarflokkurinn, sem studdi eindregið nýja tillögu um stöðu Islands og
sambandið við Danmörku, Uppkastið svokallaða. Hins vegar voru stjórn-
arandstæðingar, sem voru harðir andstæðingar Uppkastsins. (Þeir samein-
uðust efdr kosningar í Sjálfstæðisflokki (eldri).) Kosningaþátttaka var urn
75%, talsvert meiri en í þingkosningunum þar á midan. Alls kusu um 8500
manns, meira en helmingi fleiri en í þingkosningunum 1903. Heima-
stjórnarflokkurinn beið afhroð í kosningunum, hlaut aðeins sjö þjóð-
kjörna þingmenn í stað 17 áður. Frambjóðendur flokksins fengu að vísu
samtals um 40 prósent atkvæða en kjördæmaskipun eins mamts og tveggja
manna kjördæma var flokknum mjög óhagstæð. I þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni voru hlutföllin svipuð og á milli flokkauna. Rétt yfir 60% var fylgj-
andi áfengisbanni.
Alþingi kom saman í ársbyrjun 1909. Hannes Hafstein lagði þar ffarn í
upphafi þings stjórnarfrumvarp um breytingu á stjórnarskránni. I 21.
grein frumvarpsins var fjallað uni kosningarétt. Þar var lagt til að kosn-
ingaréttur yrði bundinn við karlmenn, sem væru fjár síns ráðandi. Aldurs-
takmark yrði 25 ár í kosningum til neðri deildar Alþingis en 40 ára í kosn-
ingum til efri deildar. I lok 21. greinar sagði: „Með lögum rná veita
kosningarrétt konum, giftum sem ógiftum, ef þær að öðru leyti fullnægja
áður greindum skilturðum fyrir kosningarrétti.“59 I athugasemdum ráð-
herrans um þetta ákvæði sagði: „Það þykir of bráð breyting, að veita kon-
58 Umfjöllun mín um þessi umskipti styðst við fyrri rannsóknir, sbr. Auður Styrkárs-
dóttir, Barátta um vald, einkum bls. 63-64; Gunnar Karlsson, „Um Henréttinda-
vilja íslenskra sveitakarla á 19. öld“, einkum bls. 139-141; Sigríður Matthíasdóttir,
Hinn sanni Islendingur, einkum bls. 233-241.
59 Alþingistíðindi A (1909), bls. 1927.
8o