Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 14
ANNA ÞORBJORG ÞORGRIMSDOTTIR
ávallt fara fram með varðveislu í huga og byggja á trúverðugleika og
fræðilegri nálgun. Að þessu miða alþjóðasamningar UNESCO,
ICOAIUS og lög um minjavörslu.
Miðlun staðalmynda
Eins og annars staðar í heiminum er ferðaþjónusta vaxandi auúnnugrein á
íslandi. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi aukningu ferðamanna og tölu-
verðar væntingar eru tengdar ferðaþjónusm og uppbvggingu atvinnu á
landsbyggðinni.18 Að sama skapi hefur áfangastöðum fyrir ferðamemi
þölgað mikið á síðustu árum og er hvers konar sjmingarstarfsemi áber-
andi. Sýningar eru hentugar til þess að koma á framfæri þeirri vöru sem
verið er að selja og er viðfangsefni og nálgun fjölbreytt. Að baki standa
ólíkir aðilar: stofnanir, félagasamtök, fjmirtæki og einstaklingar sem hafa
ólíka hagsmuni af starfseminni. Margar sjmingar starfa eingöngu á for-
sendum markaðslögmálanna og meðal annars hafa framtakssamir ein-
staklingar tekið sér f}TÍr hendur að miðla persónulegri sögusýn í máh og
myndum. Eitt einkenni slíkrar menningararfsmiðlmiar er tilhneiging til
þess að myndgera bókmenntaarfinn og er algengt að Islendingasögum eða
afmörkuðum þáttum þjóðtrúar, þjóðsagna eða siða séu gerð slál í sýn-
ingum.19 Þar sem bókmenntaarfur á sér fáar birtingarmyndir í minjmn
eru búnar til og endurgerðar „minjar“ af ýmsu tagi. Fornleifafræðingar
hafa vakið athygli á þessu og gert athugasemdir við þá hugmyndafræði
sem margar þessara endurgerða h\úla á og skort á trúverðugleika sem
einkennir þær.20
Eitt verkefni af mörgum sem hefur verið gagnrýnt eru Víkingaheimar
18 Guðrún Helgadóttir o.fl., Menningartengd ferðaþjónnsta í Eyjafirði, bls. 12 o.áfr.
Ferðumalaáœtlun 2006-2015, Reykjavík: Samgönguráðuneyti, 2005, bls. 45. Sam-
gönguráðuneyti: http://www.samgonguraduneyti.is/media/Skyrsla/Ferdamala-
aatlun_2006-2015_LOKA_ll_2005.pdf. [Sótt 15. janúar 2008.]
19 Ólafur J. Engilbertsson, „Sögueyjan heldur sjó. LTm bre)ttar áherslur í miðlun sög-
unnar á söfhum og sýningum“, Þriðja íslenska söguþingið 18.-21. maí 2006. Ráð-
stefiiurit. Ritstj. Benedikt E)rþórsson og Hrafhkell Lárusson, Reykjavík: Aðstand-
endur Þriðja íslenska söguþingsins, 2007, bls. 108-115, hér bls. 108. Ólafur taldi
17 fomsögusýningar árið 2006.
20 Agnes Stefánsdóttir og Kristín Huld Sigurðardóttir, „Fomleifar og efrirlíkingar",
Þriðja íslenska söguþingið 18.-21. maí 2006. Ráðstefnurit. Ritstj. Benedikt Eyþórs-
son og Hrafhkell Lámsson, Reykjavík: Aðstandendur Þriðja íslenska söguþings-
ins,2007, bls. 103-107.
12