Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 60
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
í sjálfsmynd karlmanna ekki nýtt fyrirbæri í sögunni eins og sænski sagn-
ffæðingurinn Claes Ekenstam rekur. Þó bendir hann á að í kringum alda-
mótin 1900 hafi umræður um hvað það þýddi að vera karlmaður rokið
upp með slíkum krafri að margir telji að þá megi tala um nýja krísu karl-
mennskunnar. Hefar krísa þessi verið rakin ril ýmissa ástæðna en
Ekenstam segir það niðurstöðu allra fræðimanna sem um máhð hafa fjall-
að að kvenréttindastefnan hafi verið ein af orsökunum. 3
Bandaríski karlafræðingurinn Michael Kimmel hefur greint þrenns
konar viðbrögð karla við kvenréttindum á tímabilinu. I fyrsta lagi hafi lít-
ill en þó afar þýðingarmikill hópur karla tekið kvenréttindamáhnu opnum
örmum. Um þennan hóp marma hefur þegar verið fjallað hér. I öðru lagi
telur hann að kvenréttindamálinu hafi verið mætt með aukinni áherslu á
hefðbundin karlleg gildi74 og í þriðja lagi með andfemínisma. Hann telur
einnig að meirihluti karla hafi brugðist við á tvennan síðasmefhda háttinn,
og barist fyrir því að styrkja karlleg gildi ásamt því að leggja aukna áherslu
á undirokun kvenna. Þessi tími einkenndist þannig af aukinni andstöðu
gegn kvenréttindum og birtist hún sérstaklega í auknum áherslum á hinn
„náttúrulega“ mtm milh karla og kvenna.75 Bandaríski sagnfræðingurinn
Gail Bederman, sem er í hópi þekktustu karlasöguffæðinga nú á dögum,
skrifar á svipuðum nótum en samkvæmt henni brugðust karlmenn við
kvenréttindamálinu af miklum tilfinningahita, með því að gera hina
svokölluðu „nýju konu“ að athlægi, halda því ffam að þær mundu ganga af
ríski sagnffæðingurinn Gail Bederman. Enn aðrir segja að karlmennskan hafi ver-
ið í stöðugri krísu alla 19. öldina en einn helsti talsmaður þess er sænski sagnffæð-
ingurinn David Tjeder. Sjá: Michael S. Kimmel, „The Contemporary „Crisis“ of
Masculinity“, bls. 143-149; Jergen Lorentzen, Mannlighetens muligheter, 17-31;
Claes Ekenstam, )fManlighetens kriser & kransar: mansbilder och kansloliv \id
tre sekelskiften", Sekelskiften och kön. Strukturella och kulturella övergdngar ár 1800,
1900 och 2000, ritstj. Anita Göransson o.fl., Stokkhólmur: Prisma, 2000, bls. 95;
Gail Bederman, Manliness <b Civilization. A Cultural History ofGender and Race in
the United States, 1880-1917, Chicago: The University of Chicago Press, 1995,
bls. 11; David Tjeder, „Konsten att blifva herre öfver hvarje lidelse. Den standigt
hotade manligheten“, Manligt och omanligt i historisktperspektiv, ritstj. Anne Alarie
Berggren, Stokkhólmur: Forskningsrádsnámnden, 1999, bls. 177.
'3 Claes Ekenstam, ,Manlighetens kriser & kransar", bls. 75-76.
74 Um þau viðbrögð, þ.e. aukna áherslu á karlleg gildi, er ekki fjallað í þessari grein.
75 Michael S. Kimmel, „The Contemporary „Crisis" of Masculinity“, bls. 143, 149-
153. Orðræða þessi birtist einkum á þremur ólíkum sviðum að sögn Kimmel, þ.e.
hinu trúarlega í fyrsta lagi, í öðru lagi innan læknavísindanna, og í þriðja lagi
almennt í andstöðu gegn kosningarétti kvenna.
58