Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 206
JOEP LEERSSEN
voru stofinaðar.26 Stöðuveitingar í þessum stofnunum sköpuðu at-
vinnutækifæri og opinberlega viðurkennt túnnuumhverfi fyrir bók-
lærða menn og menntamenn sem höfðu fram að því unnið í lokuðu
neti eða í gegnum hálflokuð samtök eins og The Percy Society eða
The Bannatyne Club. Þessar stöðuveitingar urðu á gagnstæðan hátt
hluti af drifkraftinum í endurskipulagningu og endurskráningu á
bókasöfnum og skjalasöfnum Evrópu og færðu marga gleymda eða
vamækta texta í fram í ljósið. Enduruppgöt\nm og birting „sígildra
verka“ þjóðar svo sem Bjólfskviðu, Af Rúnzivals bardaga, Niflunga-
Ijóðs og Reineke Fuchs fer eftir þessu mynstri,2' sömuleiðis framtaks-
semi í að birta þjóðarskjöl í stórum átökum svo sem Monumenta Hi-
storica Germaniae eða The Rolls Series.
• Auk stofnanalegs ramma tengdi undirliggjandi vitsmunalegt snið-
mát saman hinar mörgu birtingarmyndir menningarlegrar þjóðern-
isstefnu í upphafi. Lýsa má sniðmátinu sem textafi-æðilegu, ekki í
þeirri takmörkuðu merkingu sem við þekkjum í dag (tungumála- og
bókmenntafræði), heldur í þeirri merkingu sem Giambattista Vico
setti upphaflega fram í La scienza nuova frá árinu 1724.28 I þessum
skilningi er textafræði fræðileg rannsókn á þeirri fulhdssu og þeirn
sannleika sem menn hafa skapað sér: sannfæring og heimssýn eins
og hún er sett fram í ljóðum, goðsögnum, sögu, lögum og stofhmi-
um. Að áliti Vicos voru þessir þættir upphaflega ein óaðgreinanleg
heild: ævaforn ljóðskáld, löggjafar, sagnfræðingar og prestar voru
óaðgreinanlegir og höfðu eitt sameiginlegt hlutverk við að skil-
greina menningu og heimssýn þjóðar.
Eftirtektarvert er að þau menningarlegu svið sem Vico flokkar hér saman
sem rannsóknarsvið textafræðilegrar þekkingaröflrmar eru nokkuð ná-
kvæmlega sá vettvangur þar sem við getum staðsett athafhir kynslóða
fyrstu þjóðernissinnuðu menntamannanna. Þeir tengdu á eðlilegan hátt
réttarsögu og rannsóknir á tungumálum, bókmennmm, siðum og venjum
26 A History of the University in Europe. 3: Universities in the Nineteenth and early
Twentieth Centuries (1800-1945), ritstj. Walter Rúegg, Cambridge: Cambridge
University Press, 2004.
27 Oerteksten: Nationalisme, edities en canonvroming, ritstj. Joep Leerssen og Marita
Mathijsen, Amsterdam: Institut voor Cultuur en Geschiedenis, 2002.
28 Pascale Hummel, Philologus auctor. Lephilologue etson oeuvre, Bern: Lang, 2003.
204