Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 32
ANNA ÞORBJÖRG ÞORGRÍMSDÓTTIR
vörslunnar að töluvert sé til af minjum í landinu og að endalaus verkefni
bíði við söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknir og miðlun. Um 60.000
gripir eru varðveittir í Þjóðminjasafninu einu saman. Fornleifavemd ríkis-
ins telur 800 friðlýstar fornleifar og metur það svo að u.þ.b. 200.000 forn-
leifar svo sem „gamlar brýr, stíflur, vegir, vörður, uppsprettur, vamsvöð og
varir“, séu í landinu og falli undir friðunarákvæði þjóðminjalaga.68 Vanda-
máiið er því ekki minjaskortur heldur erfiðleikar við að tengja saman
svarmætti galdrafársins og gömul vamsvöð og varir og heiðríkju upplýs-
ingarstefhunnar við gamlar brýr og uppsprettur.69
Eingöngu lítill hlutd íslenskra fornleifa tilheyrir menningararfinum
eins og hann er túlkaður gegnum gúmmíhettu skýrslunnar. Sama er að
segja um minjar sem varðveittar em á söfhum landsins og tengjast að
mesm leyti bændum og sjómönnum á 18. og 19. öld en segja fátt um
þátttöku í „byltingarkenndum breyting'um á miðlun upplýsinga“. Minjar
íslensks almúgafólks, sem sannarlega lifði og dó í landinu, eru einfaldlega
ekki taldar menningararfstækar. Þótt látið sé í veðri vaka að þær séu eins-
leitar eru þær kannski, þegar til á að taka, of flóknar til þess að skapa úr
einsleita, söluvæna ímynd. Eða þykir það of hjákátlegt að tengja fá-
tæklegar reytur þjóðarinnar við glæstan og sérstæðan íslenskan menn-
ingararf? Þar er burðarásinn hin íslenska tunga sem býr yfir þeim einstæða
eiginleika að kynslóðir geta „hvíslast á“./0 Bæta stíflur, vegir og vörður,
amboð, önglar og kambar of litlu við menningarlega sérstöðu þjóðarinnar
og mikilvægi hennar í evrópsku samhengi? Eða er skýrslan Menningar-
tengd ferSaþjónusta ef til vill byggð á misskilningi á hugtakinu menningar-
arfur og tilgangi ímyndarsköptmar? Hvað sem veldur þá er minjaarfi
þjóðarinnar einfaldlega ýtt til hliðar í áætltmum um menningartengda
ferðaþjónustu.
Eg tel einsýnt að skýrslan Menningartengd ferðaþjónusta marki ekki
einasta upphaf atvinnugreinar heldur skýri einnig hina þungu áherslu á
miðlun bókmenntaarfsins og hvers vegna svo ríkulega hefur verið veitt til
hennar úr sjóðum menntamálaráðuneytisins. Saga lands og þjóðar hefur
verið markvisst skoðuð og skilgreind þröngt, með hliðsjón af mögulegri
68 Agnes Stefánsdóttir og Kristín Huld Sigurðardóttir, „Fornleifar og eftirlíkingar",
bls. 104.
69 A þessum steínum og straumum er til dæmis tekið í grunnsýningu Þjóðminjasafns
íslands. Sjá einingu 58 á 3. hæð safnsins.
'° Tómas Ingi Olrich, Menningartengd ferdaþjónusta, bls. 18.
3°