Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 66
64
Árbók Háskóla íslands
fjölbrautaskólum okkar að gera tilraun í þessa
átt. Slíkir héraðsháskólar gætu sérhæft sig í
þeirri verkmenntun, sem best hæfði hverju
héraði og gert stúdentum kleift að stunda nám
sitt lengur heima en ella. Ef til þess kemur,
sem nú er til umræðu, að námsár í grunnskóla
og framhaldskóla verði lengt svo, að unnt
verði að ljúka stúdentsprófi ári fyrr, gæti eins
árs héraðsháskóli komist fyrir í sama húsnæði
og nýtt þá kennslukrafta, sem þegar eru við
framhaldsskólann. Full ástæða er einnig til að
endurskoða markmið „öldungadeilda," sem
vel hafa þjónað við marga framhaldsskóla.
Auk þess að opna fullorðnum leið til náms að
stúdentsprófi ættu þessar deildir að bjóða
styttri verkmenntun og endurmenntun og
væru þannig eðlilegur hluti héraðsháskóla.
Annar þáttur í bandarísku háskólastarfi,
sem gæti orðið okkur gagnleg fyrirmynd, er
framkvæmd endurmenntunar og samvinna
háskóla um fjarkennslu í strjálbýlum ríkjum. f
flestum ríkjum er sjónvarpstækni notuð til að
samnýta fyrirlestra. Fræðsluefni er sent um
ljósleiðara milli byggðarlaga og skóla, og því
er einnig dreift um byggðir með örbylgjum.
Háskólar og framhaldsskólar eru tengdir með
tvívirku sjónvarpsneti. Fólk, sem vill stunda
háskólanám með fjarkennslu, getur sótt tíma í
nálægan framhaldsskóla, hlýtt á fyrirlesara í
sjónvarpi og spurt þá spuminga, þar sem
kennarinn sér spyrjandann í sínu sjónvarps-
tæki. Þessi tækni er einnig notuð til endur-
menntunar þjónandi starfsfólks í dreifbýli,
m. a. fólks í heilbrigðisstörfum og annarra,
sem ekki eiga heimangengt. Hér á landi eru
allar tæknilegar forsendur til að nýta ljósleið-
ara og örbylgjur til sömu nota. Háskóli íslands
hefur unnið að undirbúningi slíkrar fjar-
kennslu í samráði við Kennaraháskóla fslands
og Háskólann á Akureyri, en æskilegast væri,
að allir skólar á háskólastigi og framhalds-
skólar stæðu saman um not af þessari tækni.
Reyndar liggur beinast við að sameina krafta
slíks fræðslusjónvarps og íslenska mennta-
netsins, því að fjarkennsla myndi einnig nýta
tölvupóst til orðaskipta milli kennara og nem-
enda svo og bóka- og gagnasafnskerfi Þjóðar-
bókhlöðunnar. Stofnkostnaður og reksturs-
kostnaður þessa fræðslunets mundi fljótt
vinnast aftur í því hagræði, sem fjarkennsla
færði með sér í dreifðum byggðum.
Mikilvægi upplýsingatækni í nútímasam-
félagi er óumdeilt og notkun slíkrar tækni er
ekki síður mikilvæg í háskólastarfi. Þróun í
upplýsingatækni er mjög ör í Bandaríkjunum
og í raun forgangsverkefni við flesta háskóla.
Segja má, að mikilvægasta byltingin, sem
fylgdi tölvum, hafi ekki verið aukin geta til
reikninga heldur aukin geta til miðlunar.
Miðlun upplýsinga og meðhöndlun þeirra
með tölvutækni er nú orðin svo ríkur þáttur í
daglegu starfi háskóla, að tryggja verður öll-
um greiðan aðgang að grunnþjónustu þessar-
ar tækni án endurgjalds. Not þessarar tækni í
fjarkennslu eru augljós, en hún mun einnig
valda straumhvörfum í kennsluháttum innan
háskóla og auðvelda kennurum að eiga sam-
skipti við nemendur utan kennslustunda og
leiðbeina þeim í sjálfsnámi.
A undanfömum árum hefur Háskóli Is-
lands unnið markvisst að því nýta þá mögu-
leika, sem tölvutækni og upplýsingatæknt
bjóða bæði í kennslu og rannsóknum. Tölvu-
net hafa verið lögð innan húsa Háskólans og
milli þeirra. Fyrir rúmu ári öðluðust allir nem-
endur rétt til aðgangs að tölvum og tölvuneti,
sem gerir þeim m. a. kleift að skiptast á tölvu-
pósti við innlenda og erlenda aðila og tengjast
kerfi Þjóðarbókhlöðu, Gegni og erlendum
bóka- og gagnasöfnum. Þessi tækni mun
gegna lykilhlutverki í upplýsingaöflun og
miðlun í framtíðinni. Mikil og ör þróun er t
tölvubúnaði, tengingum og fjarskiptum. Ætl-
un Háskólans er að fylgjast vel með þessum
málum og vera leiðandi á þessu sviði meðal
íslenskra rannsóknarstofnana. Nú er unnið
sérstaklega að því að bæta sambandið við er-
lenda háskóla með því að fá hraðvirkari teng'
ingu við útlönd.
Eg hef kosið að verja mestum tíma þessar-
ar ræðu til að fjalla um nauðsyn þess að endur-
skoða skólakerfi okkar á háskólastigi og
bjóða þar fjölbreyttari háskólamenntun erl
verið hefur. Eg hef nefnt héraðsháskóla, sem
byðu eins til tveggja ára almennt nam,
skemmri verkmenntun og endurmenntun og
tengja mætti bestu framhaldsskólunum, fag'
háskóla, sem veittu lengri verk- og fagmennt-
un á háskólastigi með áherslu á þjálfun til ser-
hæfðra starfa, og rannsóknarháskóla, sem
legðu traustari fræðilegan grunn, áður en
kemur að þjálfun til rannsókna eða sérfræðt-