Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 66

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 66
64 Árbók Háskóla íslands fjölbrautaskólum okkar að gera tilraun í þessa átt. Slíkir héraðsháskólar gætu sérhæft sig í þeirri verkmenntun, sem best hæfði hverju héraði og gert stúdentum kleift að stunda nám sitt lengur heima en ella. Ef til þess kemur, sem nú er til umræðu, að námsár í grunnskóla og framhaldskóla verði lengt svo, að unnt verði að ljúka stúdentsprófi ári fyrr, gæti eins árs héraðsháskóli komist fyrir í sama húsnæði og nýtt þá kennslukrafta, sem þegar eru við framhaldsskólann. Full ástæða er einnig til að endurskoða markmið „öldungadeilda," sem vel hafa þjónað við marga framhaldsskóla. Auk þess að opna fullorðnum leið til náms að stúdentsprófi ættu þessar deildir að bjóða styttri verkmenntun og endurmenntun og væru þannig eðlilegur hluti héraðsháskóla. Annar þáttur í bandarísku háskólastarfi, sem gæti orðið okkur gagnleg fyrirmynd, er framkvæmd endurmenntunar og samvinna háskóla um fjarkennslu í strjálbýlum ríkjum. f flestum ríkjum er sjónvarpstækni notuð til að samnýta fyrirlestra. Fræðsluefni er sent um ljósleiðara milli byggðarlaga og skóla, og því er einnig dreift um byggðir með örbylgjum. Háskólar og framhaldsskólar eru tengdir með tvívirku sjónvarpsneti. Fólk, sem vill stunda háskólanám með fjarkennslu, getur sótt tíma í nálægan framhaldsskóla, hlýtt á fyrirlesara í sjónvarpi og spurt þá spuminga, þar sem kennarinn sér spyrjandann í sínu sjónvarps- tæki. Þessi tækni er einnig notuð til endur- menntunar þjónandi starfsfólks í dreifbýli, m. a. fólks í heilbrigðisstörfum og annarra, sem ekki eiga heimangengt. Hér á landi eru allar tæknilegar forsendur til að nýta ljósleið- ara og örbylgjur til sömu nota. Háskóli íslands hefur unnið að undirbúningi slíkrar fjar- kennslu í samráði við Kennaraháskóla fslands og Háskólann á Akureyri, en æskilegast væri, að allir skólar á háskólastigi og framhalds- skólar stæðu saman um not af þessari tækni. Reyndar liggur beinast við að sameina krafta slíks fræðslusjónvarps og íslenska mennta- netsins, því að fjarkennsla myndi einnig nýta tölvupóst til orðaskipta milli kennara og nem- enda svo og bóka- og gagnasafnskerfi Þjóðar- bókhlöðunnar. Stofnkostnaður og reksturs- kostnaður þessa fræðslunets mundi fljótt vinnast aftur í því hagræði, sem fjarkennsla færði með sér í dreifðum byggðum. Mikilvægi upplýsingatækni í nútímasam- félagi er óumdeilt og notkun slíkrar tækni er ekki síður mikilvæg í háskólastarfi. Þróun í upplýsingatækni er mjög ör í Bandaríkjunum og í raun forgangsverkefni við flesta háskóla. Segja má, að mikilvægasta byltingin, sem fylgdi tölvum, hafi ekki verið aukin geta til reikninga heldur aukin geta til miðlunar. Miðlun upplýsinga og meðhöndlun þeirra með tölvutækni er nú orðin svo ríkur þáttur í daglegu starfi háskóla, að tryggja verður öll- um greiðan aðgang að grunnþjónustu þessar- ar tækni án endurgjalds. Not þessarar tækni í fjarkennslu eru augljós, en hún mun einnig valda straumhvörfum í kennsluháttum innan háskóla og auðvelda kennurum að eiga sam- skipti við nemendur utan kennslustunda og leiðbeina þeim í sjálfsnámi. A undanfömum árum hefur Háskóli Is- lands unnið markvisst að því nýta þá mögu- leika, sem tölvutækni og upplýsingatæknt bjóða bæði í kennslu og rannsóknum. Tölvu- net hafa verið lögð innan húsa Háskólans og milli þeirra. Fyrir rúmu ári öðluðust allir nem- endur rétt til aðgangs að tölvum og tölvuneti, sem gerir þeim m. a. kleift að skiptast á tölvu- pósti við innlenda og erlenda aðila og tengjast kerfi Þjóðarbókhlöðu, Gegni og erlendum bóka- og gagnasöfnum. Þessi tækni mun gegna lykilhlutverki í upplýsingaöflun og miðlun í framtíðinni. Mikil og ör þróun er t tölvubúnaði, tengingum og fjarskiptum. Ætl- un Háskólans er að fylgjast vel með þessum málum og vera leiðandi á þessu sviði meðal íslenskra rannsóknarstofnana. Nú er unnið sérstaklega að því að bæta sambandið við er- lenda háskóla með því að fá hraðvirkari teng' ingu við útlönd. Eg hef kosið að verja mestum tíma þessar- ar ræðu til að fjalla um nauðsyn þess að endur- skoða skólakerfi okkar á háskólastigi og bjóða þar fjölbreyttari háskólamenntun erl verið hefur. Eg hef nefnt héraðsháskóla, sem byðu eins til tveggja ára almennt nam, skemmri verkmenntun og endurmenntun og tengja mætti bestu framhaldsskólunum, fag' háskóla, sem veittu lengri verk- og fagmennt- un á háskólastigi með áherslu á þjálfun til ser- hæfðra starfa, og rannsóknarháskóla, sem legðu traustari fræðilegan grunn, áður en kemur að þjálfun til rannsókna eða sérfræðt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.