Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Page 12
ANNA ÞORBJÖRG ÞORGRÍMSDÓTTIR
að stuðla að rannsóknum og miðla þekkingu. Auk þriggja höfuðsafna og
örfárra ríkisrekinna safna eru innan tdð 40 söfn starfandi sem uppfylla skil-
yrði safnalaga nr. 106/2001 og sinna öllum grunnþáttum safnastarfsins.11
Til þess að skýra betur þetta ferli og beina um leið athyglinni aftur að
varðveislu menningararfsins sem heimilda má taka annað dæmi af kven-
búningnum. Sýningin Faldafeykir, faldbúningurinn jyrr og nú var opnuð á
Axbæjarsafni í byrjun sumars og er samvinnuverkefni safnsins og
Heimilisiðnaðarfélags Islands. Til sýnis eru gamlir faldbúningahlutar úr
Þjóðminjasafni ásamt nýjum faldbúningum sem eru saumaðir innan
vébanda Heimilisiðnaðarfélagsins. Að baki sýningunni liggur rannsóknar-
vinna og er markmið hennar að kynna faldbúninginn, varpa ljósi á fjöl-
breytileikann og viðhalda handverkskunnáttu.12 Augljóslega er sýningin
túlkun á sögunni og á þann hátt framlag til menningararfsins og sögu-
sýnar samtímans. Sú túlkun byggir þó á efasemd um meint algildi þjóð-
búnings Sigurðar Guðmundssonar og er aðeins möguleg vegna þess að
faldbúningurinn er varðveittur á söfnum. Þetta er staðreynd sem leiðir
hugann að tengslum milli menningararfs sem heimildar og menningararfs
í merkingunni sögusýn eða túlkun. Það er fyrst eftir að heimild hefur
verið túlkuð og sett í ákveðið samhengi sem hún verður hluti af alþýðlegri
sögusýn. Hins vegar nær sú sögusýn ekki yfir heimildina sjálfa.13 Skjöl,
bækur og minjar eru varðveitt, skráð og gerð aðgengileg í opinberum
söfhum í þeim tilgangi að fræðimenn geti endurmetið söguna með því að
setja heimildirnar í nýtt samhengi. Þá skiptir öllu að ekki sé byggt á
fyrirffam gefinni niðurstöðu heldur að gengið sé út frá heimildinni,
spurningu og efasemdum og að viðurkenndum aðferðum fræðanna sé
beitt. Einnig skiptir máli að við túlkun minja að þær séu settar í rétt
sögulegt samhengi en ekki látnar þjóna því samhengi sem fræðimaðurinn,
safnið eða ferðaþjónustan vill miðla.14
11 Safnalög nr. 106/2001. Alþingi: http://www.althingi.is/lagas/135a/2001106.hmil.
[Sótt 21. júní 2008.] Styrkveitingar 2008. Safnaráð: http://www.safharáð.is/ safna-
sjodur/styrkveitingar/?ew_news_onlyarea=&ew_news_onlyposition=l&cat_id=5
6772&ew_l_a_id=302050. [Sótt 21. júní 2008.]
12 Asdís Birgisdóttir sýningahönnuður. Tölvupóstur til höfundar 17. júní 2008.
13 Val á minjum til varðveislu felur í sér túlkun og á þann hátt endurspeglar safheign
safna í heild sirrni ákveðna sögusýn.
14 Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, ,Að brýna úr skörðin. Safngripir sem heimildir",
Þriðja íslenska söguþmgiS 18.-21. maí 2006. Ráðstefimrit. Ritstj. Benedikt Eyþórs-
son og Hrafnkell Lárusson, Reykjavík: Aðstandendur Þriðja íslenska söguþings-
ins, 2007, bls. 90-96.
io