Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Page 16
ANNA ÞORBJÖRG ÞORGRÍMSDÓTTIR
Loforð forsvarsmanna Víldngaheima um miðlun þekkingai' á sögunni
er ekki einsdæmi. I haust sem leið birtist grein í einu útbreiddasta dag-
blaði Svíþjóðar undir í)TÍrsögninni „Island heldur fast í sagnakennda sögu
sína“. Þar gagnrýnir Harald Gustafsson, prófessor í sagnfræði við Há-
skólann í Lundi, Sögusafuið í Perlunni og Landnámssetrið í Borgamesi
fyrir falska markaðssemingu. Hann segir gestina blekkta og að þeim sé
talin trú um að sýningarnar miðli þekkingu á sögunni.26 Harald gerir
athugasemd við trúverðugleika sýninganna og bendir á að enginn
greinarmunur sé gerður á skáldskap og veruleika. Sýningarnar eru lausar
við fræðilegan memað og miðla gömlum khsjum um landnám Islands með
aðstoð leikmuna.2, Gagnrýnin beinist að því að verið er að blekkja fólk og
telja því trú um að sýningarnar miðli þekkingu á sögu landsins þegar þær
em í raun einungis að miðla túlkun einstaklinga á bókmenntaarfmum. Að
slík blekkingarstarfsemi fari fram með stuðningi ríkisins er með ólík-
indum og enn merkilegra að það skuli gert á grunni fjárlagalið minja-
vörslunnar. Arið 2001 fékk Sögusafnið 18 milljónir króna á fjárlagalið 02-
919 Söfn, ýmis framlög með eftirfarandi rökum:
Með uppbyggingu safnsins sem fengið hefur inni í einum af
vamstönkunum í Öskjuhlíð er markmiðið að bregða upp mynd-
um af mikilvægum atburðum og persónum Islandssögunnar í
eins konar vaxmyndastíl, en safhið er hugsað sem innlegg í sögu-
nám grunnskólanema og jafht fyrir innlenda ferðamenn sem
erlenda.28
Að baki þessari úthlutun liggur augljóslega hróplegur skormr á fag-
mennsku, mjög öldruð sögusýn og ákaflega takmarkaður skilningur á
hlutverki safna. Starfsemi Sögusafnsins gemr flokkast undir skemmti-
26 Harald Gustafsson, „Island slápper inte sitt sagolika förflutna", Sveiiska Dagbladet
15. október 2007. http://wwvtsvd.se/kulturnoje/understrecket/artikel_496117.
svd. [Sótt 8. nóvember 2007.] Þessi markaðssetning kemur fram á heimasíðum
sýninganna. Sjá Landnámssetur Islands: http://english.landnam.is/default.
asp?sid_id=36540&tld=l. [Sótt 3. maí 2008.] Og Sögusafnið: http://www.saga-
museum.is /enska/museum.html. [Sótt 3. maí 2008.]
27 Harald Gustafsson skoðaði einnig Þjóðminjasafnið og sýningu Minjasafns
Reykjavíkur Reykjavík 871+2. Sýningum safnanna gefur hann hæstu einkunn og
segir þær dæmi um spennandi og fræðandi miðlun sem setur minjar landnáms-
tímans í rétt sögulegt samhengi.
28 Fjárlög 2001, Reykjavík: Alþingi, 2001, bls. 263.
J4