Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Page 22
ANNA ÞORBJORG ÞORGRIMSDOTTIR
2002-2008 eru borin saman við fjárframlög til minjavörslunnar á sama
tíma kemur berlega í ljós að sjóðir menntamálaráðuneytisins hafa vaxið
mikið. Þessi þróun hefur átt sér stað þrátt fyrir að markmiðið með
setningu safhalaga og stofhun Safhasjóðs árið 2001 hafi verið „að tryggja
að opinberum fjármtmum sem veittir eru til safhamála sé vel varið og að
fjárveitingar til safha grundvallist á rökstuddu mati og heildstæðri stefhu í
safnamálum.“42 Má æda að setningu nýrra þjóðminjalaga á sama tíma hafi
einnig verið ædað að stuðla að sambærilegri nýtingu fjármagns til minja-
vörslunnar.
Við skoðun á fjárstreymi til minjavörslunnar annars vegar og í sjóði
menntamálaráðuneytis hins vegar beiti ég þeirri aðferð að bera saman
fjármagn sem fer um fjárlagaliði sem sannanlega heyra til minjavörslunnar
og hins vegar fjármagn sem fer um fjárlagaliði sem að stórum hluta er
ráðstafað beint af Alþingi og menntamálaráðunejrn. I því samhengi skiptir
engu þótt hluti fjármagnsins sem fer um sjóði menntamálaráðuneytis
lendi hjá minjavörslunni. Hér er verið að skoða vöxt sjóðanna á sex ára
tímabili og þær forsendur sem virðast liggja til grundvallar úthlutun úr
sjóðunum.
Fjárlagaliðir 02-919 Söfh, ýmis framlög og 02-999 Ymis framlög eru
skoðaðir sem fulltrúar fyrir sjóði menntamálaráðuneytis. Breytingar á
þessum fjárlagaliðum eru bornar saman við fjárframlög sem fara á þár-
lögum til Fornleifaverndar ríkisins, Þjóðminjasafns Islands, Listasafns
Islands, Náttúruminjasafns Islands, Listasafns Einars Jónssonar og
Safhasjóðs. Þessir aðilar starfa allir, á grundvelli laga, að varðveislu minja-
arfsins og hljóta rekstrarfé frá Alþingi á fjárlagaliðum 02-901 til 02-918.43
Að auki eru sérstaklega skoðaðar breytingar á fjármagnsstreymi í tvo
sjóði sem báðir uppfylla reglu hæfilegrar fjarlægðar. Annars vegar er
Safnasjóður (02-918), sem starfar á grundvelli safnalaga og veitir rekstrar-
og verkefhastyrki til safha sem uppfylla skilyrði þeirra laga. Hins vegar eru
menningarsjóðir sveitarfélaganna (02-982). Þessir sjóðir starfa á grund-
velli samninga við menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti og er
ætlað að efla menningartengda ferðaþjónustu á landsbyggðinni.44
42 Frumvarp til safnalaga 2001. Alþingi: http://www.aIthingi.is/altext/126/s/0238.
html. [Sótt 2. júní 2008.] Sama markmið var með stofhun Fornleifasjóðs.
43 Fjárlagaliðir 903 Þjóðskjalasafn Islands, 905 Landsbókasafh Islands - Háskóla-
bókasafn og 909 Blindrabókasafn íslands eru undanskildir.
44 Menning: listir, menningararfur..., bls. 20.
20