Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Page 52
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
nokkrum ólíkum þáttum hafi slegið saman með afar sérstökum hætti á ís-
landi á þessum árum og að þar sé að finna orsökina að þessu sérstaka ferh.
I fyrsta lagi þarf að hafa í huga að á þessu árabili var almennt verið að
aflétta takmörkunum á kosningarétti. I öðru lagi er sú hugmynd áleitin að
það hafi skipt máli að landið nútímavæddist svo seint sem ratm varð á.
Spumingin er þti hvort þróun kvenfrelsisstefiiunnar á árunum 1907-1911
hafi átt rætur að rekja til þess að þróun í átt til borgaralegs samfélags var
rétt að hefjast á Islandi á þessum tíma? En íslensk þjóðfélagsgerð bar enn
ríkan keim af gamla sveitasamfélaginu. Því má spyrja hvort á þessu árabili
hafi lostið saman tveimur hugmyndaheimum, annars vegar bændasamfé-
laginu þar sem kynferði kvenna taldist undir áktæðnum kringumstæðum
ekki fyrirstaða gegn því að þær gegndu karlmannshlutverkum og hins veg-
ar hugmyndaheimi borgaralegs samfélags sem b}?ggðist á þtu að „einstak-
lingurinn“, og þar með einnig konur, skyldu njóta fullra borgararéttinda.
Orsaka viðhorfa til kosningaréttar kvenna á árunum 1907-1911 sé því að
leita í allsérstöku samspifi tveggja hugmjmdaheima sem hafi gert að verk-
um að skyndilega var engu hkara en flestum hindnmum væri rutt úr
vegi.53 Þessa hugmjmd væri mikilvægt að rannsaka nánar.
Það er einnig erfiðleikum háð að túlka afstöðu karla til k\'enréttmda-
málsins á þessum tíma, ekki síst í því ljósi að hinn mikli velvilji sem karlar
sýndu kvenréttindastefnunni breyttist örfáum árum síðar í almenna and-
stöðu gegn málinu. Hér var því um að ræða einstakt fyrirbæri í íslenskri
sögu. Um leið er mikilvægt að hafa í huga að fáir sem engir af þeim körl-
trm er þátt tóku í umræddri þróun hafa skihð eftir sig umfangsmiklar
heimildir um afstöðu sína til málsins. Astæðumar finir hinum mikla
stuðningi sem karlar sýndu ktænréttindamálinu á árabilinu frá 1907-1911
eða svo eru án efa flóknar en í því sambandi má benda á niðurstöður Guð-
mundar Hálfdanarsonar sagnfræðings. Hann hefur haldið því ffam að að-
alástæða þess að konur fengu borgaraleg réttindi hafi verið sú að það hafi
verið erfitt að fixma sannfærandi rök fyrir því að slík réttindi giltu ekki fyr-
53 Ég ræddi þessa tilgátu í „Kvenfrelsissteihan á árunum 1907-1911 og þáttur Hins
íslenska kvenfélags“, Kosningaréttur kvenna 90 ára. Erindi frá ?nálþingi 20. maí
2005, ritstj. Auður Styrkársdóttir og Kristín Astgeirsdóttir, Reykjavík: Kvenna-
sögusafn íslands og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjaffæðum, 2005, bls. 70-73.
Finnski sagnffæðingurinn Irma Sulkunen hefur skýrt ffamgang kvenréttinda-
stefhunnar í Finnlandi með þ\n hversu seint landið hafi ný\'æðst. Sjá Irma Sulk-
unen, „Kvinnans röstrátt och medborgarorganiseringen", Histoiisk Tidskrift fór
Finland 3/1987, bls. 505-521.
50