Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Page 57
KARLAR OG VIÐHORF ÞEIRRA TIL KVENRÉTTINDA
lögmálum náttúrunnar. Það varð, með öðrum orðum, vart við aukna and-
stöðu gegn því að skilgreina konur sem pólitíska einstaklinga sem gætu
tekið þátt í opinberu lífi.
Sinnaskipti karla
I þessu samhengi er rétt að vitna í kvenréttindakonuna Bríeti Bjarnhéðins-
dóttur en samkvæmt henni voru að verða kynslóðaskipti á þessum árum,
hvað snerti afstöðu karla til kvenréttindamálsins. Birtust þau í aukinni
andstöðu meðal karlmanna af yngri kynslóðinni. Þetta kemur fram í bréfi
til dóttur hennar Laufeyjar árið 1911 þar sem hún biður hana að skýra af-
stöðu Islendinga til kosningaréttar kvenna fyrir bandaríska kvenréttinda-
frömuðinum Carrie Chapman Catt á fundi Alþjóðakosningaréttarsamtak-
anna í Stokkhólmi það ár:
Gerðu allt sem þú getur tdl að skýra fyrir Mrs. Catt ástandið
hér: Að alþýða kvenna sé með máhnu en ýmsar embættiskonur
móti eða kærulausar. Að eldri menn séu fremur með konum en
yngri menn, einkum séu yngri stúdentar (25-30 ára) móti og
sumir yngri stjómmálamenn, svo hætt sé við að ef nú takist ekki
að koma konum að með stjómarskrárbreytingu þá verði það
síður seinna.65
Bríet nefnir engin nöfii en skrif hennar tál dóttur sinnar árið 1911 líta þó
út fyrir að lýsa almennri þróun. Kynslóð yngri manna sem var við það að
öðlast völd og áhrif í íslensku samfélagi virðist á margan hátt hafa verið
sterklega á móti kvenréttindamálinu.66
Hin nýja og aukna andstaða var þó ekki bundin við yngri menn. Hún
birtdst einnig á þann hátt að karlar sem höfðu verið stuðningsmenn kven-
réttdnda á síðustu áratugum 19. aldar og jafnvel á fyrsta áratug þeirrar 20.
höfðu nú breytt um afstöðu. Jón Olafsson hafði t.d. lýst því yfir á Alþingi
árið 1885 að hann vildi þá þegar veita konum aðgang að öllu námi og
námsstyrkjum tdl jafns við karla og sagðist árið 1909 alla tíð hafa verið
þeimar skoðunar að „hver vera í manns mynd“ ættd heimtdngu á kosninga-
réttd. A þingi árið 1913 var hann napur út í kvenréttdndamálið og kvaðst
65 Bríet Héðinsdóttdr, Strd í hreiðrið. Bók um Bríeti Bjamhéðinsdóttur byggð á bréfum
hennar, Reykjavík: Svart á hvítu, 1988, bls. 127.
66 Sjá Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Islendingur, bls. 261-279.
55