Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Page 72
SVANUR KRISTJANSSON
bæjargjald á ári.15 Einar mælti fyrir trumvarpinu í efri deild Alþingis og
sagði m.a. að málið væri flutt að beiðni kjósenda á AkurejTÍ. Gildandi bæj-
arstjómarlög væm gömul og þættu ekki lengur samsvarandi tímanum.16
Frumvarpinu var vísað til þriggja manna nefndar sem í sátu auk Einars
tveir konungkjömir þingmenn, þeir Ami Thorsteinsson, yfirdónrari í
Landsyfirrétti, og Magnús Stephensen, amtmaður í Suður- og \ estur-
amti. Nefindin skilaði nýju fiumvarpi. Það er athyglisvert að nýja frum-
varpið bar mikil merki af hugmyndum ffjálshndrar stefnu mn valddreif-
ingu og aukið vald kjörinna folltrúa. I greinargerðinni taldi hún að
upphaflegt fiumvarp gengi of skammt í að gera bæjarstjómina óháða bæj-
arfógetaembættinu á Akureyri og gengi skemur í frjálslyndisátt en tilskip-
un frá 1872 um stjóm bæjarmálefna í Reykjavík og lög frá 1877 um bæjar-
gjöld þar.17 Nýja frumvarpið væri að þessu leyti sniðið eftir gildandi
lögum um Reykjavík. Jafnframt hefði nefndin gætt þess að taka mið af
vilja heimamanna og varast að breyta þeim atriðum í frumvarpinu sem
henni væri kunnugt um að bæjarstjóm Akureyrar vildi hafa frábrugðin
bæjarstjómarlögum Reykjavíkur, þó að nefndin sjálf væri ekki fyllilega
samþykk skoðun bæjarstjórnarinnar í þ\’í efhi. Sérstaklega vora neínd þau
atriði að gjöra engan mun á hærri og lægri gjaldendum við kosningar bæj-
arfulltrúa og niðurjöfnunamefndar. Jafnframt skjddu konur hafa kosn-
ingarétt og kjörgengi með sömu skilmálum og karlar.18 I nýja Akureyrar-
ffumvarpinu var einnig haldið óbreyttum hugmyndum heimamanna tmi
beint lýðræði varðandi brottvikningu bæjarfulltrúa úr bæjarstjóm. Sam-
þykkti bæjarstjórn slíka tillögu og mátti sá sem vikið var úr bæjarstjórn
bera kæm sína undir almennan bæjarfund og legði fundurinn með at-
kvæðagreiðslu endanlegan úrskurð á málið.19
Magnús Stephensen mælti fyrir frumvarpinu og minnti á grundvallar-
regluna um sjálffæði sveitarfélaganna.20 I umræðum var reglan um sjálf-
stjórn hvers sveitarfélags alþingismönnum ofarlega í huga. Arni Thor-
steinsson sagði t.d. að hann væri persónulega fylgjandi skiptum
kosningarrétti - eins og í Reykjavík - en sætti sig við tillögu um einn kjós-
endahóp á Akureyri einungis „af því, að hún stendur í eldri bæjarstjórnar-
15 Alþingistíðindi A (1881), bls. 130.
16 Alþingistíðindi B (1881), bls. 555.
17 Alþingistíðindi A (1881), bls. 377-378.
18 Sama rit, bls. 378.
19 Alþingistíðindi A (1881), bls. 380.
20 Alþingistíðindi B (1881), bls. 555.
7°