Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Page 134
ROBERT H. HARALDSSON
fræðingi, sem raunar vitnar beint til þessarar greinar Nietzsches, er tungu-
málið „í raun „lygi“ mannsins, það hafi ekki neina möguleika á að lýsa
heiminum eins og hann er í raun“6 Og samkvæmt öðrum er sagnfræðin
ekki annað en fagurfræðileg orðræða um fortíðina.7
En hve traust skjfidi þessi hugmynd Nietzsches um myndun hugtaka
vera? Er einhverri afbökun á raunvertdeikanum óhjákvæmilega laumað að
þegar við myndum eða beitum hugtaki? Leiðum við hið einstaklings-
bundna hjá okkur þegar við myndum hugtök? Oll hugtök? Svarið virðist
ljóslega neikvætt. Höldum okkur við dæmi Nietzsches um laufblöð. Enga
nauðsyn ber til að leiða hjá sér hinn einstaklingsbundna mun eða gleyma
mismtminum þegar við segjum um nokkur óhk laufblöð að hvert þeirra sé
laufblað. Oðru nær. Við getum haft muninn Ijóshfandi fynr (hugskots)-
sjónum á því augnabliki sem við myndum hugtakið eða beitum því. Þegar
við segjum um tvö gerólík laufblöð að þau séu bæði laufblöð erum við ekki
að staðhæfa að þau séu nákvæmlega eins að öllu leyd, heldur einungis hitt
að þau séu nákvæmlega eins að því leyti að þau falla bæði undir hugtakið
laufblað. Orð Nietzsches um að öll hugtök verði „tdl við samsömun þess
sem er ekki eins“ eru þess vegna annaðhvort röng eða ruglingsleg. Eða
hvað á Nietzsche við með samsömun hér? Ef hann á við samsemd (e.
identity) er staðhæfing hans beinlínis röng. Hún virðist byggjast á því að
rugla saman skynjtm (tvö laufblöð eru aldrei nákvæmlega eins) og hug-
takamyndun (tvö laufblöð eru nákvæmlega eins að því leyti að þau eru
laufblöð) - og raunar má sjá slíka ruglandi víða í grein Nietzsches. Ef
Nietzsche á við samsömun í veikari skilningi (laufblöðin eru eins að því
leyti að þau falla undir hugtakið laufblað) þá leiðir enga róttæka frum-
spekilega niðurstöðu um gerð veruleikans og takmarkanir tungumálsins af
hugleiðingum hans um samsömun. Við erum þá á engan rnáta að einfalda
veruleikann þegar við myndum hugtak eða beiturn því.
Mér er Ijóst að nú mun einhver andæfa og benda á að sjálft hugtakið
laufblað sé myndað á gerræðislegan hátt, það sé háð geðþótta þeirra sem
flokka fyrirbæri náttúrunnar samkvæmt eigin þörfum og óskum. Þegar
tvö laufblöð eru felld undir hugtakið laufblað sé í reyndinni logið upp á
þau skyldleika, vísað til einhvers sem ekki er til í raun (laufblað/d á bak við
laufblöðin) og horft framhjá því sem er ólíkt. Slík andmæli eru klárlega í
6 Brynhildur Ingvarsdóttir, „Hvað er á seyði í sagnffæðinni?“. Skímir 170. ár (vor
1996): 105-43, bls. 110, leturbreyting þar.
7 Davíð Olafsson, ,^Milli vonar og ótta“, bls. 271.
132