Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Page 147
EFASEMDIR UM GILDI SANNLEIKANS FYRIR SAGNFRÆÐINA
upp andstæða við sagnfræðilega þekkingu sem öðlast gildi sitt einfaldlega
af því að hún er sönn). White svarar eigin spurningu þannig: „[...] maður
verður að viðurkenna að þótt það sé möguleiki að ffamleiða tegund af þekk-
ingu sem er ekki opinskátt [explicitly] tengd neinni sérstahi stjórnmála-
stefnu eða áætlun, þá gildir um sérhverja þekkingu sem framleidd er í
hug- og félagsvísindum að hún gagnast einni hugmyndafræði betur en
öðrum.“27 VVdnte virðist í upphafi ætla að viðurkenna þau hversdagslegu
sannindi að sagnfræðileg þekking geti verið óháð hugmyndafræði og
stjómmálum - hvað skyldi annars verða um sagnfræðilega þekkingu á
borð við þá að barnaskólinn á Eyrarbakka er eldri en Olduselsskóli. En
hann setur þrjá eða fjóra fyrirvara (sjá leturbreytingar mínar) sem breyta
innihaldinu þannig að fullyrðing Whites lýsir að endingu því viðhorfi að
þekking öðlist gildi því aðeins að hún sé tæki hugmyndafræði eða stjórn-
mála (þótt hún sé það ekki opinskátt o.s.frv.). Og mér sýnist þessi síðari
skoðun vera ffumspekileg sértekning af því tagi sem rædd var í þriðja
hluta þessarar greinar (sannleikurinn sem slíkur hefur ekkert gildi), en
tvíræðnin veldur því að það er nánast ómögulegt að svara efasemdum
Whites. Annað dæmi er úr bókinni Molar og mygla en þar segir:
Ekki er hægt að hugsa sér ástand þar sem heimildir geta varpað
Ijósi á atburði eða fyrirbæri án þess að hafa farið í gegnum
hendur rannsakandans, hvort sem það er sagnfræðingur eða
einhver annar.28
Mér virðist þessi staðhæfing annaðhvort vera hversdagsleg lýsing sagn-
fræðings á vinnu við heimildir eða ffumspekileg hugleiðing af því tagi sem
rædd var í öðrum hluta greinarinnar (við komumst aldrei út fyrir sjón-
arhomið, túlkunina). Sé hún tekin bókstaflega sem hversdagsleg lýsing er
hún ósönn (vel má hugsa sér heimildir sem veita gífurlegar upplýsingar án
þess að hafa farið í gegnum hendur rannsakandans). Sé lagður ffum-
spekilegi skilningurinn í setninguna - og orðunum „farið í gegnum hendnr
rannsakandans“ ljáð almennari merking - er hún óskýr á einmitt þann
hátt sem rætt var um í öðrum hluta greinarinnar.
27 Hayden White, The Content of the Forrn, bls. 81, leturbreytingar mínar.
28 Sigurður G. Magnússon, „Einvæðing sögunnar". Carlo Ginzburg, Davíð Olafs-
son og Sigurður G. Magnússon, Molar og mygla. Um einsögu og glataðan tíma.
Reykjavík: Bjartur/ReykjavíkurAkademían, 2000, bls. 100-141, 110.
145