Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Page 152
SlGRÚN SlGURÐARDÓTTIR
6. nóvember 1938
Það er 6. nóvember og árið er 1938. Það er óvenjuhlýtt miðað táð árstíma.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands var norðaustan ttæir, sex
stiga hiti, skýjað og þurrt á Fagurhólsmýri þennan dag.1 Snjór var efst í
fjöllum og hlíðarnar skellóttar. Kjóllinn er köflóttur, smekklega saumaður
en pilsfaldurinn hefur ekki verið festur nægilega vel og lafir niður undan
kjólnum. Hárið er vel greitt, hendurnar krepptar og svipurinn ákveðinn.
Lida stúlkan er klædd í kjól sem saumaður hefur verið úr sama efni. Hún
spennir greipar, er rjóð í vöngum og horfir full ábyrgðar í átt tál ljós-
myndarans. Bakvið hana stendur kona, klædd í hvítan kjól eða jafnvel
slopp. Hún er vel til höfð og horfir örugg í linsu Ijósmyndarans. Til hliðar
við hana standa þrír drengir. Sá yngsti þeirra er í matrósafötum. Þeir eru
allir frekar yfirvegaðir að sjá. Þeir hafa ekki stdllt sér upp fyrir Ijósmynd-
arann heldur er Ijósmyndarinn þarna fyrir þá, íslensku sveitastrákana.
Hann er komin til að festa ásjónu þeirra á mynd.
Ljósmyndarinn er Helgi Arason. Hann er mágur konunnar í hvíta
sloppnum og ffændi barnanna á myndinni, Guðrúnar sem er elst og nærri
fullorðin, Nönnu litiu og drengjanna, Tryggva, Halldórs og Ara. Mynda-
safn Helga Arasonar er varðveitt í Ljósmyndasafhi Islands á Þjóð-
minjasafninu. Helgi var fæddur árið 1893 og byrjaði að taka myndir árið
1913, þá tvítugur að aldri. Hann starfaði sem smiður og bjó á Fagur-
hólsmýri í Oræfasveit.2 Ljósmyndavélina virðist hann hafa haft með sér
1 Tölvupóstur frá Katrínu Sigurðardóttur á Veðurstofu Islands til Sigrúnar Sig-
urðardóttur, 6. júní 2007.
: Inga Lára Baldvinsdóttir, Ljósmyndarar á Islandi 1845-1945. Þjóðminjasafn íslands
ogJPVútgáfa, 2001, bls. 63.
Ritið 1/2008, bls. 150-153
150