Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Page 154
SIGRUN SIGURÐARDOTTIR
verið einhverjir skuggar og sár í lífi íjölskjddunnar sem ljósmyndarinn
reyndi aldrei að fanga.
I bókinni Myjid af ósýnilegum manni skrifaði rithöfundurinn Paul
Auster um gamlar ljósmyndir úr eigin fjölskyldualbúmi. A einni myndinni
má sjá ömmu Austers og börnin hennar fimm. Sam, faðir Austers, er
aðeins um ársgamall og situr í fanginu á móður sinni. Paul Auster var
heillaður af þessari ljósmynd og tók í fyrstu ekki eftir því að hún hafði
rifhað, eða verið rifin, og límd saman aftur. Það var ekki fyrr en hann
skoðaði samskeytin betur að hann áttaði sig á því að hluti myndarinnar
hafði verið máður út og sú staðreynd vakti áhuga hans:
Eg sá fingurgóma grípa um mjöðm eins ffænda míns; ég sá
mjög greinilega að annar frændi minn studdi sig ekki við bak
bróður síns, eins og ég hafði fyrst haldið, heldur stól sem var
ekki sjáanlegur. Og þá áttaði ég mig á hvað var einkennilegt við
ljósmyndina: afi minn hafði verið klipptur burm. [...] Aðeins
fingurgómar hans urðu efdr, eins og hann væri að rejma að
krafsa sér leið aftur inn í myndina úr einhverju svartholi tímans,
eins og hann hefði verið sendur í annan heim í útlegð.4
Paul Auster horfði á ljósmyndina og hugsaði um afa sinn. Fjarvera afans á
ljósmyndinni varð til þess að nærvera hans í lífi Austers varð mjög sterk,
næstum áþreifanleg. Líf Pauls Auster snerist um nokkurt skeið meira eða
minna um að svara þeim spurningum sem ljósmjmdin vakti upp. Hvers
vegna var afi hans khpptur út úr heildarmyndinni? Með því að gera þessa
ljósmynd að viðfangsefni sínu og grennslast fyrir um ástæðu þess að afinn
var klipptur út úr myndinni hreyfði Patd Auster við draugum fortíðar-
innar, risti upp ör sem ekki var gróið - en fáir vildu muna hvernig var
tilkomið. Ljósmyndin varð einskonar yfirlýsing um það sem ekki mátti
tala um.
Eg horfi aftur á ljósmyndina af Kristínu Stefánsdóttur og börnunum
hennar fimm og ég skynja ekki neitt fjölskyldudrama í þeirri brotakenndu
mynd sem við mér blasir. Engu að síður átta ég mig á því að Ijósmyndin
segir ef tdl \ill ekki allan sannleikann. Hún er þögul um það líf sem hún er
engu að síður heimild um. Börnin eru í betri fötunum. Hvert er tilefnið?
4 Paul Auster: Mynd af ósýnilegum manni. Jón Karl Helgason þýddi. Bjartur, 2004,
bls. 53.
H2