Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Page 190
JOAN W. SCOTT
gagnrýni. Þess í stað staðfesta þær á þægilegan hátt okkar eigin tilfinningu
um siðferðilega jhirburði, okkar eigin tilfinningu um hver við séum.
Gagnrýni ætti að valda okkur óþægindum með því að spjtrja hver upp-
runi þessara gilda sé, hvernig þau hafi orðið tdl, hvaða sambönd þau hafa
myndað, hvaða vald þau hafa tryggt í sessi. Þetta er ekki sú tegund nei-
kvæðni sem leiðir til afneitunar helfararinnar eða réttlætingar á þrælahaldi
eða á kúgun kvenna. Rannsóknin fer ekki fram á því plani. Ollu heldur er
ætlunin að gera forsendurnar (persónulegar, félagslegar, þjóðernislegar)
sem flokkunarhugtök sem koma lagi á það sem sjálfsmynd okkar byggist á
sýnilegar og láta þeim í té sögu, staðsetja þær þannig í tíma og gera þær að
viðfangi endurskoðunar. Sagnffæði af þessu tagi tekur til umfjöllunar urn-
ræðuefni sem eru yfirleitt ekki álitin „söguleg“ vegna þess að þau eru ann-
aðhvort viðföng sem álitin eru hafa sjálfgefna merkingu (konur, verka-
menn, hiti, sifjaspell) eða greiningarflokkar utan við tímann (kyn,
kynþáttur, stétt, jafhvel efrirlendustefna). Nútíminn er viðfang gagnrýn-
innar sagnfræði, þó að efniviður hennar komi úr skjalageymslum fortíðar-
innar: markmið hennar er hvorki að réttlæta né rægja, heldur að varpa
ljósi á þá blindu bletti sem Barbara Johnson vísaði til (í tilvitnuninni sem
ég birti í upphafi þessarar stefhulýsingar) sem gæta þess að ekki sé hróflað
við félagslegum kerfum og torvelda okkur að sjá hvernig hægt er að breyta
þeim. Þessi tegund gagnrýninnar sagnfræðiritunar þjónar hagsmunum
sögunnar í tvennum skilningi: hún opnar gáttir á vit þeirrar framtíðar sem
við hefðum kannski að öðrum kosri ekki getað ímyndað okkur og lætur
okkur þannig í té enn meiri efhivið í ritun sögunnar.
María Bjarkadóttir þýddi