Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 10

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 10
10 Henry Alexander Henrysson ræðir við Mikael M. Karlsson Mikael og Háskóli Íslands? Við hjónin komum hingað síðsumars árið 1973. Móðir mín hafði hvatt okkur til að ferðast til Evrópu og ég fékk strax þá flugu í höfuðið að heimsækja Ísland. Mömmu leist ekkert á það. Henni fannst að við ættum að fara til þessara sígildu staða, líklega Parísar eða Rómar. En ég hafði alltaf haft áhuga á norðurslóðum. Og jarðfræði hafði lengi heillað mig. Það var býsna margt sem mig langaði til að sjá á Íslandi. Við ætluðum að dvelja hér nokkuð lengi en á þessum tíma virðist krónan hafa verið nokkuð sterk þannig að það stefndi í að ferðalagið yrði styttra en við ætluðum. Svo var það einn dag þegar leið að lokum dvalarinnar að mér datt í hug að kíkja við í Háskóla Íslands. Ég hafði þá kennt heimspeki í háskóla í sex ár eða þar um bil og hafði áhuga á að forvitnast aðeins um hvað væri á seyði í þessum eina háskóla landsins. Við bjuggum þá á Hjálpræðishernum þannig að þetta var bara stutt labb. Þegar þangað var komið tókst mér að finna ungan heimspeki- kennara sem hét Páll Skúlason og hann tjáði mér að nám í heimspeki væri rétt að slíta barnsskónum. Hún hefði bara verið kennd í eitt ár. Og hann tók upp símann og sagði mér að ég þyrfti líka að hitta kollega hans, Þorstein Gylfason. Voru þeir ekkert hissa á þessari heimsókn? Við settumst svo niður saman og fengum okkur kaffi og þá var það Þorsteinn sem rakti úr mér garnirnar. Hann hefur líklega verið nokkuð tortrygginn. En þeir komust fljótt að því að ég hafði nokkuð góða hugmynd um hvernig heimspeki- kennsla í háskólum ætti að ganga fyrir sig. Og þeir voru að reyna að finna út á þessum tíma hvernig væri best að skipuleggja námið hérna. Þannig að það var um nóg að tala. Í þessu spjalli kom upp sú hugmynd að ég myndi kenna eitt námskeið í tilraunaskyni. Reyndar átti haustmisserið að hefjast daginn eftir þannig að það var ekki mikill tími til stefnu. Ég var spenntur fyrir þessu. Þetta þýddi að við gátum lengt dvölina á Íslandi og svo hreifst ég líka af þessu uppbyggingarstarfi sem var í gangi. Það eina sem kom upp í huga minn þarna var að kenna námskeið um skynvillurökfærsluna (e. argument from illusion). Ég man ekki nákvæmlega hvers vegna þetta efni kom upp. Og nemendur hafa skráð sig í námskeiðið? Já, heldur betur. Í námskeiðinu voru sex eða sjö nemendur, og svo sátu Þorsteinn og Páll tímana líka. Á þessum tíma var stundakennsla greidd vikulega og þá, eins og nú, voru þetta ekki miklir peningar. Dugðu reyndar ekki fyrir uppihaldi okkar. Þorsteini datt þá það snjallræði í hug að ég kenndi á tvöföldum hraða til þess að fá tvöfalt borgað. Og það gekk eftir. Námskeiðið kláraðist fyrr sem því nam. Og allt gekk vel? Mjög svo. Ég man enn hvað ég var ánægður með nemendurna. Þeir voru frábærir og tóku bæði vel eftir og tóku þátt í umræðum í tímum. Íslenskir stúdentar voru á þessum árum mun betur menntaðir heldur en bandarískir nemendur sem höfðu lokið „high school“. Móðurmálskennslan var þá þannig að nemendur skildu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.