Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 98
98 Erlendur Jónsson
þessa tíma17 fjallar Lotze lítið um formlega rökfræði, t.d. um samleiðufræði Ari-
stótelesar. Þess í stað fjallar rit Lotzes aðallega um þekkingarfræði og frumspeki,
svipað og Rökfræði Hegels. Lotze vill setja fram nýjan grundvöll rökfræðinnar og
endurbæta hana. Rökfræðin gegnir ekki hlutverki sínu með hreinni upptalningu á
lögmálum hugsunarinnar sem augljósum staðreyndum um meðvitundina. Frekar
er talið nauðsynlegt að setja fram heimspekilega umfjöllun um þessar staðreyndir,
áður en unnt er að taka upp rökfræðina í hóp annarra greina heimspekinnar. Ekk-
ert skal slakað á vísindalegum kröfum til rökfræðinnar, en lögmál hennar verða
að sanna gildi sitt og þýðingu gagnvart anda vísindanna og svara verður þeirri
spurningu af hverju form hugsunarinnar stafa og hvernig þau tengjast þekking-
unni. Lögmál hugsunarinnar verður að leiða af dýpri rót:
Ekki vélræn sálfræði, ekki rannsókn á orsökum samhengis í sálarathöfn-
um okkar, heldur markhyggjuleg gagnger rannsókn á þessu kerfi [rök-
fræðinnar] þarf hér að fara fram til að sýna að form rökfræðinnar vaxa úr
eðli hins huglæga anda, en ekki sem niðurstaða sálarkrafta sem eru hreint
og beint fyrir hendi, heldur sem afurð, athöfn, sem er nauðsynleg vegna
þess að það er aðeins með henni sem andinn getur raungert siðfræðilegt
eðli sitt, getur náð hinum sanna tilgangi sínum.18
Hér kemur þannig aftur hin miðaða hughyggja Lotzes fram.
Almennasta og efnisríkasta lýsing á heimsmynd Lotzes kemur fram í ritinu
Mikrokosmus.19 Þetta verk naut mikilla vinsælda á sinni tíð og var talið bók-
menntalegt afrek. Það var hugsað sem hliðstæða við Kosmos (Heimurinn) eftir
Alexander von Humboldt, er fjallaði um hinn efnislega heim, „makrokosmos“.
„Mikrokosmos“ eða „smáheimur“ er heimur mannsandans:
[…] eins og vaxandi þekking stjörnufræðinnar á hinu fjarlæga leysti af
hólmi hið mikilfenglega sjónarspil mannlífsins frá beinni samlögun þess
við guðdóminn, hefur frekari sókn vélhyggjulegra vísinda einnig hafist
í hinn smáa heim, mikrokosmus hins mannlega lífs, og hótar að grafa
undan því á sama hátt. Hér er ég aðeins að hugsa lauslega um útbreiðslu
efnishyggjukenninga sem eru að ná yfirhöndinni og vilja rekja allt and-
legt líf til blindra krafta efnislegra hluta.20
Fyrsta bindi er skipt niður í þrjár „bækur“: Sú fyrsta heitir „Líkaminn“, önnur
„Sálin“ og sú þriðja „Lífið“. Öðru bindi er aftur skipt niður í bækurnar „Mað-
urinn“, „Andinn“ og „Ganga heimsins“ (þ. Der Welt Lauf). Þriðja bindi er loks
skipt niður í „Sagan“, „Framfarirnar“ og „Samhengi hlutanna“. Lotze glímir hér
17 Af fjölmörgum slíkum kennslubókum má hér t.d. nefna Ueberweg 1865 og Mill 1973.
18 Lotze 1843: 9.
19 Kom út í þremur bindum. Sjá Lotze 1856, Lotze 1858 og Lotze 1864. Yfirleitt er skrifað „mikro-
kosmos“, eftir grísku myndinni, en latneska myndin er „microcosmus“, er Lotze virðist hafa tekið
upp.
20 Lotze 1856: xiv.