Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 138
138 Elsa Haraldsdóttir
Hvernig verður heimspekileg hugsun til?
Þá beinum við sjónum að því hvernig heimspekileg hugsun verður til. Í heim-
spekiritum lýsa heimspekingar ferli hugsunar sinnar, hvernig eitt leiðir að öðru og
hvernig þeir komast að tiltekinni niðurstöðu eða hugmynd og hvernig þeir rök-
styðja þessa hugmynd sína eða kenningu. Það eru ekki allir sem lýsa þessu ferli á
þann hátt að þeir segi frá því hvernig þeir reki sig á eitt og annað, skipti um skoðun,
efist, sannfærist og efist á ný. Þá er lögð áhersla á aðferðafræðina sjálfa. Þess háttar
ritstíl má þó finna hjá franska heimspekingnum René Descartes (1596–1650). Í riti
sínu Orðæðu um aðferð lýsir Descartes því hvernig, með vandlegri ígrundun, hug-
mynd eða kenning hans um veruleikann verður til.7 Hvernig hugsun hans þreifar
sig áfram, hvernig hann rekur sig á veggi í hugleiðingum sínum en neitar að gef-
ast upp.8 Svipaðan frásagnarstíl má finna hjá íslenska heimspekingnum Brynjúlfi
Jónssyni frá Minna-Núpi (1838–1914). Í riti hans Sögu hugsunar minnar frá árinu
1912 lýsir Brynjúlfur, líkt og nafnið gefur til kynna, sögu hugsunar sinnar frá því
hann er þriggja ára gamall þar til hann ritar söguna á fullorðinsárum. Það sem
Descartes og Brynjúlfur eiga jafnframt sameiginlegt er að frásögnin er þroskasaga
hugsunar þeirra. Brynjúlfur byrjar frásögn sína á minningu af fyrstu hugsuninni.
Hann lýsir því hvernig hann byrjar að hugsa, hvernig hugur hans mótast og hvað
það er sem einkennir hugsun hans. Þess vegna er rit Brynjúlfs áhugavert; vegna
þess að hann, með hugleiðingum sínum, varpar mögulega ljósi á spurningar um
hvort heimspeki eigi við börn eða ekki; hvenær heimspekileg hugsun verður til, á
hvaða aldri og við hvaða aðstæður.
Hér á eftir verður skoðað hvernig heimspekileg hugsun verður til útfrá tveimur
þáttum: Fyrst verður beint sjónum að því hvernig Brynjulfur lýsir þróun hugsunar
sinnar á fyrstu æviárum sínum en þá er frásögnin skoðuð með þroskasjónarmið
í huga; hvernig hugsun hans mótast og hvað það er sem einkennir hana fyrstu
ár ævinnar. Þar á eftir verður heimspekileg hugsun skoðuð útfrá hugmyndum
Brynjúlfs um almenn skilyrði hugsunarinnar og sömuleiðis því hvernig hann tjáir
hugsun sína í frásögn sinni.
„Fyrsta minning hugsunarinnar“
Brynjúlfur man fyrst eftir sér þegar hann var á þriðja ári. Hann lýsir þá hugs-
uninni sem bæði einfaldri og yfirgripslítilli.9 Hafa ber þó í huga að Brynjúlfur er
að hugsa til baka á efri árum og rifjar upp hvernig hugsun hans hafi verið háttað.
Lýsing hans er því á hugsuninni eins og hann minnist hennar. Það sem er einkum
athyglisvert er að hann segir að á þessum tíma hafi hann ekki hugsað með orð-
um heldur hafi hugurinn hvarflað yfir efnið. Hvað honum fannst og hvað hon-
um sýndist virtist renna í eitt og hið sama. Með þroska hugans vandist hann þó
ósjálfrátt á að hugsa með orðum. Með þessu virðist Brynjúlfur gera greinarmun á
7 Descartes 2001.
8 Descartes 2001: 141.
9 Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi (BJMN) 1997: 3.