Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 228
228 Ólafur Páll Jónsson
heldur blendingur af þessu tvennu. Raunar má segja að eitt af afrekum Rawls
hafi verið að búa til slíkan blending sem ekki reyndist bastarður heldur hin gagn-
legasta skepna. Rawls segir að réttlæti krefjist þess að þau réttindi sem fólk hefur
hafi sanngjarnt gildi eða vægi í lífi þess. Þannig er ekki nóg að hafa rétt til að taka
þátt í pólitísku starfi, heldur verður sá réttur að hafa sanngjarnt gildi, sem aftur
kann að velta t.d. á efnahagslegri stöðu, menntun og fjölmiðlum (þ.e. gæðum sem
gjarnan eru kölluð efnahagsleg og félagsleg). Þetta kynni að þýða að grunnstofn-
anir samfélagsins verði að veita borgurunum sanngjörn tækifæri til að taka þátt í
pólitísku lífi samfélagsins, sem aftur kynni að kalla á víðtæka almenna menntun
borgaranna, hlutlæga fjölmiðla og takmörk fyrir því hversu hávaðasamir eða fyrir-
ferðarmiklir á hinum pólitíska vettvangi þeir aðilar mega vera sem ráða yfir mjög
miklum eignum.
Um samspil frumgæða og réttinda segir Rawls m.a.:
[…] grunngerð samfélagsins er hugsuð þannig að hún innifeli mikilvæg-
ar stofnanir bakgrunnsréttlætis svo að borgararnir eigi kost á því að njóta
þeirra almennu lífsnauðsynja sem þeir þurfa til að þjálfa og þroska þá
getu sem liggur svo mörgu öðru til grundvallar, og sanngjörn tækifæri
til að nýta þessa getu vel, að því gefnu að geta þeirra sé nálægt því sem
venjulegar manneskjur búa yfir.11
Það sem Rawls á við þegar hann talar um „bakgrunnsréttlæti“ er að dreifingu
hinna margvíslegu gæða sem fólk ræður yfir – t.d. venjulegra eigna – verður ævin-
lega að meta í samhengi við þær stofnanir samfélagsins sem eiga að tryggja að
borgararnir búi við réttlátt skipulag, þ.e. skipulag þar sem þeir hafa margvísleg
réttindi og þar sem þeir geta umbreytt eignum og margvíslegum frumgæðum
í raunveruleg lífsgæði, þ.e. þar sem hin formlegu réttindi hafa sanngjarnt gildi.
Það er því ekki hægt að meta eignir fólks, jafnvel þau frumgæði sem það býr yfir,
sem afrakstur af fyrra starfi án tillits til þess hvernig fólk getur umbreytt þeim í
raunveruleg lífsgæði. Þetta þýðir í raun að eignir og þau gæði almennt sem fólk
ræður yfir ber ekki að meta sem afrakstur heldur sem fyrirheit – eins og ég orðaði
það hér á undan. En ef þetta er kjarninn í skiptaréttlæti, þá varðar það ekki fyrst
og fremst hvað fólk á, eða hverju fólk ræður yfir, heldur varðar það ekki síður
hvaða raunverulegu getu fólk hefur, þ.e. hvaða raunverulegu tækifæri fólk hefur
til að lifa lífi sem það hefur ástæðu til að meta. Þegar talað er um getu í þessu
sambandi þá er bæði átt við getu sem kalla má einstaklingsbundna og getu sem
ræðst af félagslegum kringumstæðum og menningu.12
Í upphafi greinarinnar nefndi ég þrjár forsendur sem eru mikilvægar fyrir kring-
11 Rawls 2001: 171.
12 Amartya Sen og Martha Nussbaum gera greinarmun á einstaklingsbundinni getu og samsettri
getu (Nussbaum 2011: 20–21). Í þessu sambandi mætti einnig vísa í hugmyndir úr allt annarri átt,
nefnilega hugmyndir Pierre Bourdieu um margvíslegan auð sem fólk getur safnað: (i) menn-
ingarauð, sem ýmist getur verið bundinn einstaklingi (t.d. menntun) eða verið opinber og birst
í stofnunum og ýmsum efnislegum menningargæðum, t.d. bókum, (ii) félagsauð sem varðar
aðgang fólks að félagslegum tengslum og stofnunum. Sjá t.d. Bourdieu 1986, 2007 og Gest Guð-
mundsson 2008.