Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 49

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 49
 Andleg velferð mannkyns 49 Er ágreiningur ófrávíkjanlegt skilyrði sannrar þekkingar? […] Hættir trú að vera lifandi veruleiki, um leið og hún er almennt viðtekin? […] Deyr sannleikurinn í sálum manna, um leið og þeir hafa játað hann einum rómi?“ (94). Eftir að hafa velt upp þessum spurningum og fleirum í svipuðum dúr svarar Mill: „Ég held engu slíku fram“ (94). Hann gengur jafnvel skrefinu lengra og staðhæfir: „Og það má næstum hafa til marks um velferð mannkyns, hve margvísleg og mikilvæg sannindi eru óumdeild“ (94). Það er líka athyglisvert að annar kaflinn hefst eins og við sáum á athugasemd Mills um að ekki þurfi að endurtaka rökin fyrir prent- frelsi og virðist ástæðan sú að samtímamenn hans hafi almennt samþykkt góð rök fyrirrennara hans í þeim efnum. Kreddurök Mills í víðum skilningi eru því ekki algild. Við hljótum m.a. að þurfa að huga að ástandi mannkyns á hverjum tíma áður en við getum til fulls metið vægi einstakra raka Mills fyrir hugsunarfrelsi og málfrelsi. Spurningin sem ég hef áhuga á hér er sú hver séu tengsl vitsmunaþroska og andlegrar velferðar mannkyns. Með vitsmunaþroska á ég við það sem Mill kallar stundum andlegan þroska eða andlega menntun (e. mental cultivation eða mental culture) (CW 18: 211, 246), stundum þroska skilningsgáfunnar (e. cultivation of the understanding) (CW 18: 244) og stundum þroska vitsmuna og dómgreindar (e. intellect and judgement) (CW 18: 244). Mill leggur gríðarlega mikið upp úr slíkum þroska sem hann telur hafa gildi í sjálfum sér en ekki bara sem tæki til að öðlast starfsframa eða koma sér áfram í lífinu (CW 18: 211). Engu að síður virðist mér að þeim túlkendum Mills, sem átta sig á mikilvægi vitsmunaþroska í varnarræðu hans fyrir hugsunarfrelsi og málfrelsi, hætti til að gera of mikið úr vitsmunaþroskanum. Þeim yfirsést iðulega að Mill gerir skarpan greinarmun á vitsmunaþroska eða andlegri menntun (e. mental culture) annars vegar og andlegu frelsi (e. mental freedom) hins vegar.46 Menn geta að dómi Mills náð umtalsverð- um vitsmunaþroska án þess að búa við andlegt frelsi. Það var einmitt þetta sem dæmið af kaþólsku kirkjunni hér að framan átti að sýna. Prestarnir, eða a.m.k. þeir prestar sem kirkjan treysti fullkomlega, fengu að kynna sér grundvöll kenn- inga, rit villutrúarmanna o.s.frv. Þeir mynduðu elítu sem öðlaðist meiri andlega menntun en almúginn án þess þó að hafa öðlast meira andlegt frelsi (87). Það er hér sem náin tengsl sannleika og andlegrar velferðar blasa við. Andlegt frelsi og um leið andleg velferð krefst þess að menn láti virðingu fyrir sannleikanum ráða við skoðanamyndun. Þeir sem telja að til sé eitthvað, hvort sem það er kallað trú, siðferði eða stjórnmál, sem sé mikilvægara en sannleikurinn njóta ekki andlegs frelsis.47 Það er andlegt frelsi í þessum skilningi sem er forsenda andlegrar vel- ferðar, ekki andleg menntun.48 Ein ástæða þess að mönnum hefur reynst erfitt að 46 Mill hefur tilhneigingu til að nota hugtök á borð við „liberal mental cultivation“ þegar þetta tvennt, andleg menntun og andlegt frelsi, fer saman (CW 10: 306, leturbreyting mín). 47 Sjá umræðu um þetta í greininni „Whewell on Moral Philosophy“ (CW 10: 167–201, einkum 168). 48 O’Rourke fer oft ansi nálægt því að skipa sannleikanum í annað sæti í túlkun sinni á Mill. Það helgast af því hvaða skilning hann leggur í kreddurökin. Hann virðist ekki átta sig á því að gera þarf greinarmun á sannleikskröfunni sem grundvallarkröfu annars vegar (ekkert má ráða skoð- anamyndun annað en sannleikur) og hinu að sannleikurinn (í skilningnum sönn skoðun) er ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.