Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 58
58 Róbert H. Haraldsson
viðkomandi „sjúklingar“ hins vegar ekki þótt „minningar“ um alvarlega kynferð-
islega misnotkun væru „endurheimtar“. Var þá kafað dýpra og „uppgötvað“ í
mörgum tilvikum að viðkomandi einstaklingar höfðu verið þvingaðir til að taka
þátt í djöfladýrkun þar sem dýrum og jafnvel öðrum börnum var fórnað og þau
síðan snædd. Lágu foreldrar, ömmur, afar, kennarar, leikskólakennarar og oft heilu
samfélögin þá undir illum grun. Ásakanir um glæpi til dýrðar djöflinum skiptu
tugum þúsunda í Bandaríkjunum á þessu tímabili.81 Margar þessara ásakana voru
rannsakaðar af yfirvöldum og alríkislögreglan skarst að lokum í leikinn en henni
tókst ekki að finna dæmi um morð til dýrðar djöflinum.82 Þeir sem buðu meðferð
við bældum minningum virðast aldrei hafa efast um eigin kennisetningar, hversu
fjarstæðukenndar sem afleiðingar þeirra voru.
Hinar kennisetningarnar virðast engu traustari. Bass og Davis fullyrða t.d. að
þriðja hver stúlka hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku (kennisetning
i).83 Til að færa rök fyrir þeirri staðhæfingu teygja þær og toga hugtakið kynferðis-
leg misnotkun. Þær láta það t.d. ná til ýmislegs sem lætur barni líða óþægilega
(e. discomfort), t.d. þegar fullorðinn aðili horfi lostarfullum augum á það (e. lewd
looks).84 Kennisetning (ii), um tengsl „einkenna“ og orsaka, lýsir mikilli óvarkárni
í ályktunum um orsakatengsl. Enginn skilningur virðist hafa verið á því innan
hreyfingarinnar um bældar minningar hve erfitt er að úrskurða um orsakatengsl
milli atburða í fortíðinni og einkenna í nútíðinni sem áratugir skilja að. Vonlítið,
ef ekki fullkomlega vonlaust, er að skera úr um slík orsakatengsl í viðtalsmeðferð.85
Í ljós hefur komið að feykierfitt er að skera úr um orsakatengsl milli einkenna á
fullorðinsárum (t.d. átröskunar) og kynferðislegrar misnotkunar í æsku jafnvel
þegar vitað er með nokkurri vissu að slík misnotkun hafi átt sér stað, t.d. þar sem
trúverðugur vitnisburður fórnarlambs, líkamlegir áverkar eða vitni eru til staðar,
eða játning geranda liggur fyrir. Að fara hina leiðina – að álykta um óþekkta kyn-
ferðislega misnotkun í æsku út frá óljósum einkennum í nútíma – er ævintýralega
erfitt, vilji menn fylgja viðurkenndum aðferðum vísinda og reglum rökfræðinn-
lope hafið engar minningar um slíka misnotkun þegar hún hóf meðferðina en Prozan túlkaði
draum hennar sem merki um misnotkun í æsku. Hins vegar tók það hvorki meira né minna en
þrettán ár að fá Penelope til að samþykkja greiningu Prozan (95).
81 Sjá Ofshe og Watters 1994: 177–204. Sjá einnig Wright 1994. Wright fjallar um lögregluforingj-
ann Paul R. Ingram en dætur hans, Ericka og Julie, ásökuðu hann um kynferðislega misnotkun.
Þótt Ingram minntist þess ekki að hafa misnotað þær, taldi hann að ásakanir þeirra hlytu að vera
sannar og fékk aðstoð við að „rifja upp“ glæp sinn. Áður en yfir lauk hafði hann m.a. „rifjað upp“
misnotkun og djöfladýrkun þar sem samstarfsmenn hans í lögreglunni komu við sögu. Richard
Ofshe var sérfræðingur sækjanda í málinu en honum tókst að fá Ingram til að „rifja upp“ atburði
sem allir voru sammála um að ekki hefðu átt sér stað.
82 Sjá Ofshe og Watters 1994: 180.
83 Bass og Davis 2002: 20.
84 Bass og Davis slá saman kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri áreitni, auk þess að leggja
víðan skilning í kynferðislega áreitni. Þegar þær síðan ræða um afleiðingar slíks „ofbeldis“ er eins
og þær hafi gleymt því hve víðan skilning þær lögðu í fyrirbærið. Nauðganir og augnatillit virðast
lögð að jöfnu.
85 Um þetta sjá umfjöllun í Grunbaum 1984.