Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 109
Heimspeki Lotzes og tengsl hennar við fyrri og síðari heimspeki 109
við þekktum sálfræðilega þróun þekkingar okkar út í ystu æsar þá myndi það
samt ekki gera okkur kleift að draga þá ályktun að þessi þekking sé örugg, nema
við vissum fyrirfram að hægt sé að treysta þessari þekkingu:
Sálfræði, jafnvel þótt við vissum nákvæmlega allt um hana, getur aldrei
orðið undirstaða allrar heimspeki okkar. Það er miklu frekar tilfellið að
við gætum þá fyrst öðlast sálfræði í þessu fullkomna formi þegar búið
væri að sanna hana á grundvelli þeirra sjálfljósu sanninda sem við höfðum
til umráða til að dæma um eðli og gagnkvæm áhrifa allra hluta […].58
Lotze er ekki aðeins andvígur sálarhyggju sinna daga, heldur líka viðleitni sumra
heimspekinga til að setja fram þekkingarfræði sem nota eigi sem undirstöðu allr-
ar heimspeki.59 Slík þekkingarfræði á að felast í skynsemisreglum sem nota skuli
til að ákvarða hvort eitthvað er þekking eða ekki, en rökstuðningur fyrir slíkum
reglum getur ekki notað annað en þessar reglur sjálfar, og þannig eru reglurnar
notaðar til að rökstyðja sjálfar sig. Lotze telur það þó misskilning á kenningum
Kants að túlka þær á þann hátt sem lýst er að framan, þ.e. að telja að hann hafi
viljað setja fram sálfræðilegan grundvöll að þekkingarfræði sinni. Kenningar
Kants um hugkvíar, rúm og tíma sem form skynjunar o.s.frv. séu ekki sálfræðileg-
ar kenningar, heldur árangur frumspekilegrar athugunar á eðli skynjunar. Kant
fylgi reglu sem Lotze dregur svo saman:
Það skiptir engu máli hvaðan hugmyndir okkar eru upp runnar og hvern-
ig þær þróast sálfræðilega í huga okkar, heldur skiptir það eitt máli, eftir
að við höfum einu sinni öðlast þær, að vita hvort við eigum að nema stað-
ar við þær hugmyndir sem við höfum öðlast eða ættum að halda áfram
og verðum að kveða upp dóma um þær til að tryggja algeran samhljóm
skynsemi okkar við sjálfa sig og við gefnar staðreyndir, eina takmarkið
sem við getum yfirhöfuð náð.60
Þannig hefur stærðfræðin ætíð farið að, að sögn Lotzes; hún hefur aldrei kært sig
um að skoða hvernig hugmyndin um t.d. punkt í rúminu hefur sálfræðilega orðið
til, heldur gerir einfaldlega ráð fyrir slíkum hugmyndum og dregur ályktanir með
tilstilli þeirra.
Sá sem vill setja fram þekkingarfræði í þessum skilningi áður en hafist er handa
í heimspeki þarf að svara því hvernig slík þekkingarfræði er byggð upp að mati
Lotzes. Ef við biðjum mann um að segja okkur frá öllu sem hann hefur komist
að á ævi sinni myndi hann ekki vita hvar ætti að byrja, hann myndi telja upp
alls konar þekkingarmola í belg og biðu. Við gætum talið ákveðin æðstu almenn
sannindi ásköpuð, en þau birtast ekki meðvitund okkar sem fullbúin frá upphafi,
heldur verðum við ekki meðvituð um þau fyrr en skynjunin kallar þau fram. Því
58 Lotze 1912a: CIX.
59 Það voru einkum fylgismenn nýkantisma eins og Eduard Zeller (1814–1908) og Otto Liebmann
(1840–1912) sem túlkuðu heimspeki Kants sem þekkingarfræði í þessum skilningi.
60 Lotze 1912a: CXI.