Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 206
206 Guðmundur Sæmundsson og Kristján Kristjánsson
íþróttir gerir það ugglaust af hreinum heiðarleika og óeigingirni, bæði íþrótta-
iðkendurnir sjálfir, ættingjar þeirra, stjórnendur, þjálfarar og dómarar. Vandinn
við röksemdafærsluna hér á undan er að þótt líklegt sé að íþróttahreyfingin sé
full af sjálfsdýrkun, eigingirni, o.s.frv., enda endurspegli hún ýmsa sérkennislesti
nútímasamfélags, má hreint ekki gleyma því að eitt af markmiðum íþróttahreyf-
ingarinnar í nútímanum, hérlendis sem erlendis, er einmitt að stemma stigu við
einstaklingshyggju og eigingirni nútímans, til dæmis með því að kenna ungmenn-
um að vinna saman í liði sem ein heild, leggja hart að sér við æfingar o.s.frv.62
Einhvern veginn virðist þó einstaklingshyggjan hafa vaxið og umhyggjan fyrir
sameiginlegum hagsmunum vikið, ekki aðeins í íþróttum heldur í samfélaginu
almennt.63 Kannski má leita hluta skýringarinnar í starfsemi fjölmiðlanna sem
eru mikilvægur þáttur í umhverfi íþróttanna. Raunar má staðhæfa að hvorugt geti
án hins verið.64 Hins vegar verður að hafa í huga að vald orðræðunnar liggur ekki
aðeins hjá öðrum aðilanum heldur bæði hjá þeim sem stjórnar og hinum sem læt-
ur stjórnast, auk áhrifa samfélagsins og umhverfisins. Sennilega verður þó seint
ofmetinn þáttur fjölmiðlanna í að skapa ný siðræn gildi eða breyta og brjóta niður
þau eldri. Þótt þeir líti svo á að þeir gæti hagsmuna almennings er hitt sennilegt
að hagsmunir eigenda hafi einhver áhrif á þá, til dæmis í viðleitninni við að skapa
fjölmiðlinum ágóða með sölu auglýsinga og áskrifta.65 Sú mismunun af ýmsu tagi
sem ríkir í íþróttaumfjölluninni, til dæmis gagnvart konum, aldurshópum eða
einstökum íþróttagreinum66 kemur því ekki á óvart.
Hvað segja íslenskar íþróttabókmenntir um þessi mál? Sýna þær íþróttahugar-
far samtímans? Spegla þær raunveruleika íþróttanna eða einhvern allt annan
raunveruleika?
Nútímaíþróttabókmenntir á Íslandi
Hér á eftir verða nokkur dæmi úr nútímabókmenntum íslenskum skoðuð og rædd
út frá siðfræðilegum sjónarhornum. Ástæða er til að leggja sérstaka áherslu á að
hér er ekki um bókmenntafræðilega greiningu að ræða. Rannsókn sú á íþróttum
í nútímabókmenntum sem hér verður gerð grein fyrir er hluti af miklu víðtækari
rannsóknar fyrri höfundar þessarar greinar á íþróttatengdum skrifum á Íslandi frá
upphafi til nútímans, byggð á eigin lestri og ábendingum frá samstarfsfólki og vin-
um um bókmenntir þar sem minnst væri á íþróttir á einhvern hátt, neikvæðan eða
jákvæðan. Þetta kann að virðast frumstæð gagnasöfnunaraðferð en vegna smæðar
íslensks bókmenntaarfs er þó ólíklegt að nokkurt bókmenntaverk sem máli skipti
fyrir þessa greiningu hafi orðið útundan. Engin tilraun er hér gerð til að setja
fram tæmandi upptalningu eða umfjöllun í þeim skilningi að öll bókmenntaverk
62 Lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands 2011.
63 Giddens 1991; Taylor 1989.
64 Coakley 2003: 408–422.
65 Sama stað.
66 Sama stað; Eygló Árnadóttir 2011; Guðmundur Sæmundsson og Kristín Björnsdóttir 2011; Kjart-
an Ólafsson 2006; Viðar Halldórsson 1997; Þorgerður Einarsdóttir 2011.