Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 54

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 54
54 Róbert H. Haraldsson kvenna (og karla) sem orðið hefðu fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku – 60% að mati margra ráðgjafa (e. counselors)56 og meðferðaraðila – hefðu engar minn- ingar um misnotkunina. Talið var að tala slíkra fórnarlamba skipti milljónum í Bandaríkjunum einum.57 Markmiðið var að hjálpa slíkum einstaklingum að „rifja upp“ æskuáföllin, horfast í augu við meinta ofbeldismenn, beina reiðinni að þeim og kæra þá þar sem því varð við komið. Úr varð flóðalda ásakana sem margar end- uðu fyrir dómstólum. Biblía hreyfingarinnar var bók Ellen Bass og Lauru Davis, The Courage to Heal: A Guide For Women Survivors Of Child Sexual Abuse (1988), en hún hefur notið mikilla vinsælda víða um heim til þessa dags, m.a. á Íslandi.58 Þeir fræðimenn sem fjallað hafa á gagrýninn hátt um þetta sérstæða mál, og ég styðst m.a. við hér, eru sálfræðingurinn Elizabeth Loftus, sérfræðingur í minnis- rannsóknum, og félagssálfræðingurinn Richard Ofshe. Loftus hefur m.a. gefið út bókina The Myth of Repressed Memory: False Memories and Allegations of Sexual Abuse (1994) ásamt Katherine Ketcham, en Ofshe er ásamt Ethan Watters höf- undur Making Monsters: False Memories, Psychotherapy, and Sexual Hysteria (1994). Fjölmörg önnur rit mætti nefna í þessu samhengi en ég læta nægja að minnast á bók Meredith Maran My Lie. A True Story of a False Memory (2010) en Maran ásakaði föður sinn um kynferðislega misnotkun á grundvelli bældra eða endur- heimtra „minninga“ en dró ásakanirnar síðar til baka.59 Síðara dæmið er um femínisma í bandarískum háskólum. Gagnrýnendurnir sem ég styðst við færa rök fyrir því að femínismi hafi þróast yfir í andstæðu sína með tilkomu og vexti kvennafræða (e. women’s studies). Fremstar í flokki gagn- rýnenda hér eru bókmenntafræðingurinn Daphne Patai, vísindaheimspeking- urinn Noretta Koertge og heimspekingurinn Christina Hoff Sommers. Patai og Koertge eru höfundar bókarinnar Professing Feminism: Education and Indoctrina- tion in Women’s Studies (1994)60 en hún er byggð á eigin reynslu höfunda, viðtölum við þrjátíu konur sem höfðu verið eða voru kennarar í kvennafræðum en líka nemendur og starfsfólk í stjórnsýslu, og greiningu á útgefnum ritum kvenna- fræðinga og spjallrásum þeirra. Patai hefur einnig sett gagnrýni sína fram í What Price Utopia? Essays on Ideological Policing, Feminism, and Academic Affairs (2008) sem fjallar um tilraunir róttækra femínista og menningarfræðinga til að takmarka málfrelsi í háskólum. Sommers er m.a. höfundur bókanna Who Stole Feminism? How Women Have Betrayed Women (1994) og The War Against Boys: How Misguided Feminism is Harming Our Young Men (2000). Engin þessara kvenna hafnar fem- ínisma sem slíkum. Allar telja þær sig starfa í anda femínisma. „Ráðleggja ekki 56 Bass og Davis (2002) nota orðið „ráðgjafi“ (e. counselor) yfir þá sem unnu að uppgreftri bældra minninga. Enga sérstaka menntun eða þjálfun virðist hafa þurft til að verða ráðgjafi. Bass var ljóðskáld og Davis þátttastjórnandi í útvarpi þegar þær sömdu bók sína. 57 Sjá t.d. Fredrickson 1992: 15, 53. 58 Bæði fylgjendur og gagnrýnendur vísa til þessarar bókar sem biblíu hreyfingarinnar en nefna mætti mikinn fjölda annarra bóka. Sjá Loftus og Ketcham 1994: 270–283. Guðrún Ebba Ólafs- dóttir studdist við þessa bók í uppgjöri sínu. Sjá Elín Hirst 2011: 175, 178. 59 Mikael M. Karlsson (1995) tók þátt í þessari umræðu á sínum tíma með grein um bældar minn- ingar, kynferðislega misnotkun og fyrningarfrest. 60 Upphaflegur undirtitill var Cautionary Tales from the Strange World of Women’s Studies. Útgáfan frá 2003 er aukin og endurbætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.