Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 24
24 Steinunn Hreinsdóttir
Þekking á hlutnum í sjálfu sér – lykillinn að ráðgátu heimsins
Með því að útskýra hlutinn í sjálfum sér gengur Schopenhauer lengra en Kant,
sem taldi það vera ómögulegt. Með því að greina veruleikann eins og hann birtist
okkur, skyggnast undir yfirborðið og rýna inn á við, reynir Schopenhauer að skilja
hið sérstaka eðli sem liggur til grundvallar öllum hlutum. Schopenhauer skoðar
hlutina innan frá með hliðsjón af viljanum og einblínir á reynslu mannsins og
kemst þannig að innsta kjarna hlutanna.
Maðurinn skynjar viljann í einstökum athöfnum á tvo vegu: Hann skynjar hug-
lægan vilja sinn, löngunina, og skynjar um leið hlutgerðan vilja sinn, hreyfingar
líkamans.8 Um er að ræða tvær hliðar á sama máli: Við skynjum viljaathafnir
okkar innan frá og utan frá samtímis – innan frá, frá sjónarhorni sjálfsvitundar
(mig langar til að hreyfa höndina), og utan frá, frá sjónarhorni skynjunar (höndin
hreyfist). Innri og ytri reynsla okkar af líkamanum falla saman, sem þýðir að hug-
lægur vilji og líkami (hlutgerður vilji) eru eitt: Ég er vilji! Það þýðir jafnframt
að skynjandinn getur að einhverju leyti verið hið skynjaða viðfang – rétt eins og
önnur viðföng. Allar athafnir mannsins, ákvarðanir, tilhneigingar, þarfir, þrár og
langanir, gleði og sorg orsakast þannig af viljanum og eru hlutgervingar hans.
Sjálfsvitundin er lykillinn að hlutnum í sjálfum sér og augljósasta opinberun
frumspekilegs vilja; hún er vísbending um innra hreyfiafl annarra hluta í nátt-
úrunni og jafnframt vísbending um þá frumspekilegu einingu sem liggur til
grundvallar öllum hlutum. Fjórði flokkur lögmálsins um fullnægjandi ástæðu,
sem er um ástæðu athafna, er lykillinn að skilningi á innra eðli allra hluta og er
einmitt kjarninn í viljafrumspeki Schopenhauers, eins og hann bendir sjálfur á:
„[…] fjórði flokkur af viðföngum fyrir frumlagið, sem rúmar hið eina viðfang,
viljann sem við skiljum innra með okkur, er […] hornsteinn frumspeki minn-
ar.“9
Vitneskja okkar um viljann er for-hugtakaleg og vísar til sjálfsvitundar manns-
ins; viljinn er milliliðalaust viðfang vitundar mannsins og krefst ekki útskýringar
í sjálfu sér. Við höfum því beinan aðgang að hlutnum í sjálfum sér í gegnum
viljann; með því að skilja okkur sjálf, ástæðu og afleiðingu athafna okkar öðl-
umst við skilning á innra gangverki náttúrunnar allrar. Hreyfingar líkamans eru í
þeim skilningi ekkert sem skynjandi þekkir á annan hátt en sýnilegar hreyfingar
annarra hluta. Schopenhauer heimfærir reynslu mannsins á krafta annarra þekkj-
anlegra fyrirbæra og ályktar að ákveðin hliðstæða sé með mannslíkamanum og
öðrum undirliggjandi kröftum náttúrunnar.
Frumspeki Schopenhauers er eins konar reynslufrumspeki, sem þýðir að við
verðum að skoða viljann í því sambandi sem hann birtist okkur. Hann er fyrir-
bæralegur; hann er ástæða þess að hlutirnir geta birst okkur og því ástæða hug-
myndaheims okkar – og ekkert er án viljans. Viljinn er greinanlegur kraftur í
skynheiminum án þess að vera útskýranlegur og nálægur. Viljinn er tvístraður og
hulinn í rúminu, í verðandi, rétt eins og vitund okkar um hann. Við náum aldrei
nálægðinni við viljann sem við þráum (og sem við þekkjum ekki) og við festumst
8 Schopenhauer 2008: 137.
9 Schopenhauer 1903: 171.