Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 168
168 Simone de Beauvoir
urinn á þeim er sá að önnur stundar almenn viðskipti þannig að samkeppnin
heldur henni niðri við aumkunarverð lífsskilyrði en hin gerir sér far um að vera
þekkt fyrir sérstöðu sína og ef henni tekst það getur hún náð að lifa hástéttar-
lífi. Fegurð, persónutöfrar og kynþokki eru nauðsynleg en ekki nægileg því kon-
an verður að vera virðingarverð í augum almennings. Það er oft að tilstuðlan
kynferðislöngunar karlmanns sem virði hennar kemur í ljós, en hún verður ekki
„opinber“ fyrr en karlmaðurinn hefur kunngert verðgildið í augum heimsins. Á
síðustu öld var það hótelið, búnaðurinn, perlurnar sem vitnuðu um þau áhrif sem
„léttúðardrósin“ hafði á velunnara sinn og kom henni upp á skör „lúxusmell-
unnar“. Gildi hennar var ljóst svo lengi sem einhverjir karlmenn héldu áfram að
eyða öllum sínum peningum í hana. Félagslegar og fjárhagslegar breytingar hafa
gert það að verkum að konur eins og Blanche d’Antigny eru ekki lengur til. Það er
ekki lengur til „lúxusheimur“ þar sem hægt er að byggja upp orðspor. Það er eftir
öðrum leiðum sem metnaðarfull kona reynir að skapa sér orðstír. Síðari holdtekja
lagskonunnar er „Hollywood“-stjarnan. Með eiginmann sér við hlið eða traustan
vin, eins og er skilyrðislaust krafist í Hollywood, stendur hún Phryné, Imperia og
Casque d’Or fyllilega á sporði. Hún býður karlmönnum „Draumadísina“ og þeir
gefa í staðinn auðæfi og frægð.
Tengslin milli vændis og listar hafa alltaf verið óljós af þeirri ástæðu einni að
fegurð og munúð tengjast á óræðan hátt. Í raun er það ekki Fegurðin sem leiðir
til löngunar, heldur býður hin platonska kenning um ástina upp á hræsnisfulla
réttlætingu á frygð. Með því að afhjúpa brjóst sín bauð Phryné Aréopage-ráðinu
upp á skoðun á hreinni frummynd. Framsetning nakins líkama án slæðu verður
að listviðburði, hinir „hlálegu“ Ameríkanar hafa gert harmleik úr því að afklæð-
ast. „Nekt er saklaus“ staðhæfa þeir öldnu herrar sem safna klúrum ljósmyndum
undir yfirskini „nektarlistar“. Í vændishúsinu er „valið“ orðið að sýningu. Um leið
og valið verður erfitt er viðskiptavinum boðið upp á „lifandi myndir“ eða „listræna
uppstillingu“. Sú vændiskona sem vill öðlast einstakt verðgildi lætur sér ekki nægja
að sýna hold sitt aðgerðalaust, heldur kappkostar hún að þróa með sér einstaka
hæfileika. Grísku „kvenflautuspilararnir“ heilluðu karlana með tónlist og dansi.
Meðan Ouled-Naïl-konurnar dönsuðu magadans, buðu þær spænsku sig fram
til áhugasamra á fágaðri hátt með söng og dansi í Barrio-Chino. Það er til þess
að finna „velunnara“ sem Nana stígur á svið. Sumar tónlistarhallir, eins og viss
tónleikakaffihús forðum, eru ekkert annað en vændishús. Öll störf þar sem konan
sýnir sig má nota í kynferðislegum tilgangi. Vissulega eru til dansstúlkur, einka-
dansstúlkur, naktar danskonur, barkonur, ljósmyndafyrirsætur, fyrirsætur, söng-
konur og leikkonur sem blanda ástarlífi sínu ekki saman við vinnuna. Því meiri
tækni og ímyndunarafls sem starfið krefst, í þeim mun meira mæli getur það orðið
að takmarki í sjálfu sér. En oft freistast kona sem „sýnir sig“ opinberlega til að afla
tekna, til að nota kynþokkann til viðskipta af nánara tagi. Á móti óskar lagskonan
Orðið „yfirstéttarhóra“ kom sterklega til greina, en hefur of sterka tilvísun í venjulegt vændi.
Orðið þarf einnig að ná yfir Hollywood-stjörnur, eins og fram kemur í kaflanum. Ég ákvað að
nota orðið „lagskona“ og í heiti kaflans vísa ég í það að átt er við lagskonur í efri stéttum, en í
textanum er einungis notað orðið „lagskona“ til einföldunar.]