Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 229
Skiptaréttlæti 229
umstæður réttlætis: (i) fólk ræður yfir gæðum sem eru takmörkuð, (ii) skipting
gæða breytist frá einum tíma til annars og (iii) þau gæði sem um ræðir verða til
og þeirra er notið í samvinnu og samfélagi. En ef við föllumst á það með Rawls
að réttlæti varði ekki bara formleg réttindi heldur einnig sanngjarnt gildi réttinda,
eða tökum undir með Sen og Nussbaum um að réttlæti varði raunverulegu getu
fólks, þá gerir raunverulegt réttlæti ekki bara ráð fyrir því að fólk ráði yfir gæðum
og geti notið þeirra, heldur að það búi í samfélagi þar sem þeim gæðum sem fólk
ræður yfir má umbreyta í raunveruleg lífsgæði.
Ef niðurstaðan hér á undan er rétt, þá varðar skiptaréttlæti ekki fyrst og fremst
hvað við höfum á milli handanna, heldur fremur hvaða tækifæri við höfum; það
varðar ekki bara hvað við sækjumst eftir, heldur einnig hvaða möguleika við eig-
um á að öðlast gæði (t.d. menntun og góða heilsu) sem við höfum ástæðu til meta,
hvort sem við metum þau í raun; það varðar ekki bara hvers konar einkalífi við
getum lifað heldur einnig hvaða möguleika við eigum á að taka þátt í lífi sam-
félagsins. Skiptaréttlæti varðar því ekki fyrst og fremst hvaða gæðum við ráðum
yfir, heldur varðar það í hvers konar samfélagi við búum.
Heimildir
Bourdieu, Pierre. 1986. Forms of capital. Education: Culture, Economy, and Society.
ritstj. A.H. Halsey, H. Lauder, P. Brown og A. Stuart. New York: Oxford University
Press.
Bourdieu, Pierre. 2007. Almenningsálitið er ekki til. Ritstj. Davíð Kristinsson. Reykja-
vík: Omdúrman, ReykjavíkurAkademían.
Boyd, James. 2007. Nonmarket benefits of nature: What should be counted in green
GDP? Ecological Economics 61, 716–723.
Costanza, Robert o.fl., 1997. The value of the world’s ecosystem services and natural
capital. Nature 387, 253–260.
Gestur Guðmundsson. 2008. Félagsfræði menntunar. Reykjavík: Skrudda.
Hume, David. 1978. Treatise on Human Nature. Oxford: Clarendon Press.
Nozick, Robert. 1974. Anarchy, State and Utopia. New York: Basic Books.
Nussbaum, Martha. 2011. Creating Capabilities: The Human Development Approach.
Cambridge Mass.: Harvard University Press.
Nussbaum, Martha. 2006. Frontiers of Justice. Cambridge Mass.: Harvard University
Press.
Ólafur Páll Jónsson. 2009. Lýðræði, réttlæti og haustið 2008. Skírnir 182, 281–307.
Ólafur Páll Jónsson. 2007. Náttúra, vald og verðmæti. Reykjavík: Hið íslenska bók-
menntafélag.
Rawls, John. 2001. Justice as Fairness. Cambridge Mass.: Harvard University Press.
Sen, Amartya. 1999. Development as Freedom. New York: Random House.
Sen, Amartya. 1992. Inequality Reexamined. Cambridge Mass.: Harvard University
Press.
Vilhjálmur Árnason. 2008. Farsælt líf, réttlátt samfélag. Reykjavík: Heimskringla.