Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 61
Andleg velferð mannkyns 61
Þær lýsa andrúmsloftinu í mörgum kvennafræðideildum í Bandaríkjunum sem
fjandsamlegu, þar sé umburðarlyndi gagnvart andstæðum sjónarmiðum ekkert og
skoðanir andstæðar rétttrúnaðinum séu skipulega þaggaðar niður. Viðmælendur
þeirra lýsa því hvernig þeim hafi reynst um megn að stunda andlega iðju við slíkar
aðstæður.97 „Skortur á umburðarlyndi gagnvart raunverulegri fjölbreytni“, segir
einn viðmælandi Patai og Koertge, „hefur verið landlægur í þessum deildum frá
upphafi.“98 Annar viðmælandi, prófessor í kvennafræðum, kemst svo að orði um
nemendur sína: „Viljaleysið til að rannsaka eigin hugmyndir er eitt af því sem
skilur nemendur [í kvennafræðadeildinni í hennar skóla] greinilega frá öðrum
nemendum.“99 Viðmælendur Patai og Koertge virðast margar hafa verið hræddar
við að hugsa sjálfstætt af ótta við að komast að einhverri niðurstöðu sem gæfi
öðrum færi á að álykta um „villutrú“ þeirra, andfemínisma eða ranga tegund af
femínisma.100 Frjáls og opin umræða um líkamann gat skyndilega gefið öðrum til-
efni til að álykta um líffræðilega nauðhyggju eða tvíhyggju viðkomandi, umfjöllun
um náttúrulega hæfileika blökkumanna eða um framlag blökkumanna almennt
gat kallað á ásökun um rasisma og umfjöllun um getu manna almennt gat gefið
öðrum tilefni til að álykta um hæfileikahyggju (e. ableism) viðkomandi.101 Skýrir
og hlutlægir mælikvarðar á hvað taldist villutrú voru ekki til staðar og ásakendur
höfðu því mikið svigrúm og mikið vald.102 Það kynti enn frekar undir öllum ótta
manna við að hugsa sjálfstætt og prófa sig áfram.
Vonlaust er að gera viðamikilli umfjöllun Patai, Koertge og Sommers skil í
stuttu máli. En ég leyfi mér að nefna nokkur atriði til að sýna skyldleikann við
umfjöllun Mills um andlega velferð mannkyns. Í fyrsta lagi rekja Patai og Koertge
vanda femínískra kvennafræða til þess að eitthvað annað en sannleikur eða sann-
leiksleit er látið ráða skoðanamyndun. Vísindi og fræði fá pólitísk markmið: upp-
rætingu feðraveldisins, kvenfrelsi o.s.frv. Á meðal vinsælla slagorða í femínískum
kvennafræðum eru:
„Fræði eru stjórnmál“
„Vísindi eru stjórnmál sem nota aðrar leiðir“
„Öll menntun er stjórnmál“
„Hið persónulega er pólitískt“103
Femínistar svara gagnrýni á slagorðin gjarnan með því að segja að hið sama gildi
um alla aðra fræðimenn. Munurinn sé einungis sá að aðrir fræðimenn séu ekki
tilbúnir að viðurkenna að þeir þjóni tilteknum pólitískum hagsmunum. Hvað sem
97 Patai og Koertge 2003: 13. Sumar konur virðast hins vegar hafa misst stöður sínar í kvennafræði-
deildum fyrir að fylgja ekki línunni. Sjá Mandle 2000, og Patai og Koertge 2003: 253–257.
98 Patai og Koertge 2003: 54.
99 Sama rit: 145.
100 Sjá t.d. Patai og Koertge 2003: xxii. Sjálfur hef ég setið fyrirlestra þar sem femínisti sallaði niður
rauðsokkur fyrir að hafa játað ranga tegund af femínisma sem einkenndist af mæðrahyggju.
101 Patai og Koertge 2003: 102 o.v.
102 Sjá Patai og Koertge 2003: 30.
103 Sama rit: 9, 324, 300, 306.